Maldini hættir í lok tímabilsins Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. desember 2007 20:00 Maldini með bikarinn á lofti í dag. Nordic Photos / Getty Images Paolo Maldini, fyrirliði AC Milan, tilkynnti í dag að hann ætlar að leggja skóna á hilluna þegar tímabilinu á Ítalíu lýkur í vor. Maldini er 39 ára gamall og hefur unnið fjölda titla með AC Milan á löngum ferli sínum. Hann er af mörgum talinn vera einn besti varnarmaður sem komið hefur fram í knattspyrnunni. Milan varð í dag heimsmeistari félagsliða eftir 4-2 sigur á Boca Juniors og notaði Maldini tækifærið til að tilkynna ákvörðun sína. Hann sagði reyndar einnig árið 2005 að hann ætlaði að hætta um vorið 2007 en ákvað að halda áfram í eitt tímabil í viðbót. Maldini á að baki 126 leiki með ítalska landsliðinu frá árunum 1988 til 2002. Hann hefur leikið flesta leiki í ítölsku úrvalsdeildinni frá upphafi en hann hefur allan sinn feril leikið með Milan. Fyrir nokkrum árum hafnaði hann tilboði Real Madrid því hann vildi ekki fara frá Milan. Í vor varð hann í fimmta sinn Evrópumeistari með AC Milan eftir sigur á Liverpool í úrslitaleik. Hann hefur einnig orðið sjö sinnum Ítalíumeistari. „Ég er mjög ánægður með það sem ég hef afrekað á mínum ferli," sagði Maldini í dag. „Í júní mun ég hætta og ekki sjá eftir neinu." Hann sagði að það hefði verið sætt að vinna heimsmeistaramót félagsliða í Japan í dag. „Það er erfitt að vera 39 ára gamall og enn að spila með liði eins og AC Milan. En Milan hefur alltaf gefið mér tækifæri til að spila mikilvæga úrslitaleiki." Eini stóri titillinn sem Maldini vantar í safnið sitt er heims- eða Evrópumeistaratitill með ítalska landsliðinu. Hann var með Ítalíu í úrslitaleik HM 1994 er liðið tapaði fyrir Brasilíu í vítaspyrnukeppni og einnig í úrslitaleiknum á EM 2000 er Ítalía tapaði fyrir Frakklandi í framlengdum leik. Ítalski boltinn Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Sjá meira
Paolo Maldini, fyrirliði AC Milan, tilkynnti í dag að hann ætlar að leggja skóna á hilluna þegar tímabilinu á Ítalíu lýkur í vor. Maldini er 39 ára gamall og hefur unnið fjölda titla með AC Milan á löngum ferli sínum. Hann er af mörgum talinn vera einn besti varnarmaður sem komið hefur fram í knattspyrnunni. Milan varð í dag heimsmeistari félagsliða eftir 4-2 sigur á Boca Juniors og notaði Maldini tækifærið til að tilkynna ákvörðun sína. Hann sagði reyndar einnig árið 2005 að hann ætlaði að hætta um vorið 2007 en ákvað að halda áfram í eitt tímabil í viðbót. Maldini á að baki 126 leiki með ítalska landsliðinu frá árunum 1988 til 2002. Hann hefur leikið flesta leiki í ítölsku úrvalsdeildinni frá upphafi en hann hefur allan sinn feril leikið með Milan. Fyrir nokkrum árum hafnaði hann tilboði Real Madrid því hann vildi ekki fara frá Milan. Í vor varð hann í fimmta sinn Evrópumeistari með AC Milan eftir sigur á Liverpool í úrslitaleik. Hann hefur einnig orðið sjö sinnum Ítalíumeistari. „Ég er mjög ánægður með það sem ég hef afrekað á mínum ferli," sagði Maldini í dag. „Í júní mun ég hætta og ekki sjá eftir neinu." Hann sagði að það hefði verið sætt að vinna heimsmeistaramót félagsliða í Japan í dag. „Það er erfitt að vera 39 ára gamall og enn að spila með liði eins og AC Milan. En Milan hefur alltaf gefið mér tækifæri til að spila mikilvæga úrslitaleiki." Eini stóri titillinn sem Maldini vantar í safnið sitt er heims- eða Evrópumeistaratitill með ítalska landsliðinu. Hann var með Ítalíu í úrslitaleik HM 1994 er liðið tapaði fyrir Brasilíu í vítaspyrnukeppni og einnig í úrslitaleiknum á EM 2000 er Ítalía tapaði fyrir Frakklandi í framlengdum leik.
Ítalski boltinn Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Sjá meira