Viðskipti innlent

Lítið lát á fallinu

Ágúst og Lýður Guðmundssyni, kenndir við Bakkavör, stærstu hluthafar í Existu, en gengi félagsins hefur aldrei verið lægra en í dag.
Ágúst og Lýður Guðmundssyni, kenndir við Bakkavör, stærstu hluthafar í Existu, en gengi félagsins hefur aldrei verið lægra en í dag.

Gengi bréfa í Existu og SPRON hafa fallið um rúmlega fimm prósent það sem af er dags og hefur gengi bréfa í félögunum aldrei verið lægra.

Færeysku félögin Eik banki og Föroya banki hafa sömuleiðis fallið um meira en tvö prósent. Önnur félög hafa lækkað minna en einungis þrjú hækkað á sama tíma. Þau sem standa á grænu það sem af er dagsins eru Marel, 365 og Glitnir.

Úrvalsvísitalan hefur á sama tíma lækkað um rétt tæpt prósent og stendur hún í 6.244 stigum. Þetta jafngildir því að árshækkunin sé neikvæð um 2,57 prósent en vísitalan stendur í svipuðu gildi og hún var í 1. desember á síðasta ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×