Tvö heitustu liðin mætast í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. desember 2007 13:02 Monique Martin verður væntanlega í mjög strangri gæslu í kvöld eftir að hafa skorað 65 stig fyrir KR á dögunum Mynd/Vilhelm Tvö heitustu liðin í Iceland Express deild kvenna mætast í Grindavík í kvöld þegar heimastúlkur mæta toppliði KR sem komst á toppinn með því að vinna Keflavík 90-81 í síðustu umferð. Grindavíkurliðið hefur unnið bæði Keflavík og Hauka í tveimur síðustu leikjum sínum og vonast eftir að sanna styrk sinn með því að vinna alla aðalkeppninauta sína í einum rykk. Þetta verður lokaleikur beggja liða fyrir áramót í Iceland Express deild kvenna en eftir þennan leik og leik Keflavíkur og Hamars í Keflavík, sem fer fram á sama tíma, hafa öll sjö lið deildarinnar mæst tvisvar sinnum í deildinni í vetur. KR-konur eru nýliðar í deildinni en hafa engu að síður unnið 9 af 11 fyrstu leikjum sínum og það er hefur því verið lítill byrjendabragur á vesturbæjarliðinu. Það sem gerir þessa byrjun liðsins enn merkilegri er að KR-liðið hefur tapað þessum tveimur leikjum sínum með aðeins þremur stigum á útivelli gegn Haukum og Keflavík og eftir tapað gegn Keflavík hefur liðið unnið öll sex lið deildarinnar í röð. Monique Martin skoraði 65 stig í sigrinum á Keflavík í síðasta leik og er með 40,8 í framlagi í sex leikja sigurgöngu KR-liðsins þar sem hún er með 39,8 stig, 13,4 fráköst og 4 stolna bolta að meðaltali í leik. Hildur Sigurðardóttir er einnig að skila góðum tölum í þessum leikjum en hún er með 15,5 stig, 11,8 fráköst og 6,2 stoðsendingar að meðaltali í síðustu sex leikjum þeirra svart-hvítu. Sigrún Ámundadóttir nær einnig tvennu að meðaltali í sigurgöngunni þrátt fyrir að spila aðeins 26,5 mínútur í leik. Sigrún hefur skorað 10,3 stig og tekið 10,2 fráköst í þessum sex leikjum. Grindavíkurstúlkur töpuðu þremur leikjum í röð í fyrri hluta nóvember en hafa síðan komist á mikið flug og unnið fimm síðustu leiki sína. Grindavík vann 19 stiga sigur á Íslandsmeisturum Hauka á útivelli í síðasta leik sem er stærsta tap Hauka á Ásvöllum síðan 20.mars 2005 þegar Grindavík sló Haukaliðið út úr undanúrslitum úrslitakeppninnar með 56-75 sigri. Tiffany Roberson hefur verið gríðarlega sterk í fimm leikja sigurgöngu Grindavíkurliðsins en hún er með 25,4 stig og 16 fráköst að meðaltali og hefur hitti úr 54,2 prósent skota sinna. Joanna Skiba er með 20 stig og 5,8 stoðsendingar að meðaltali en hún hefur skorað 3,4 þrista að meðaltali í leik og hitt út 43,6 prósent skota sinna fyrir utan þriggja stiga línuna. Petrúnella Skúladóttir hefur sett niður 53,8 prósent þriggja stiga skota sinna í þessum fimm leikjum (7 af 13). Stigahæsti íslenski leikmaðurinn í sigurgöngunni er Jovana Lilja Stefánsdsdóttir með 9,6 stig í leik en hún skoraði 23 stig og hitti úr 9 af 11 skotum sínum í sigrinum á Haukum. Grindavíkurliðið hefur skorað 21 þriggja stiga körfu í síðustu tveimur leikjum sínum og nýtti helmning langskota sinna á Ásvöllum. KR vann 83-75 sigur á Grindavík í fyrri leik liðanna í DHL-Höllinni í nóvember en það var einmitt bæði síðasti tapleikur Grindavíkur sem og fyrsti sigur KR í sex leikja sigurgöngu sinni. Grindavík var með frumkvæðið fram eftir leik og 59-63 yfir fyrir lokaleikhlutann en hann vann KR 24-8 og tryggði sér þar með átta stiga sigur. Þrír leikmenn KR náðu tvennu í leiknum. Monique Martin var með 34 stig, 21 fráköst, 5 stoðsendingar, 4 stolna bolta og 4 varin skot. Fyrirliðinni og fyrrum leikmaður Girndavíkur, Hildur Sigurðardóttir var með 20 stig, 10 fráköst og 6 stoðsendingar og Sigrún Sjöfn Ámundadóttir var með 17 stig og 13 fráköst en 9 frákastanna hennar komu í sókn. Hjá Grindavík var Tiffany Roberson með 25 stig og 20 fráköst, Joanna Skiba bætti við 20 stigum og 8 stoðsendingum og þá var Ólöf Helga Pálsdóttir með 14 stig og 10 fráköst. Fjör í Röstinni í kvöldMynd/Jón BjörnÞað bendir margt til þess að það verði spennandi leikur í Röstinni í kvöld og sérstaklega ef teknir eru inn í myndina síðustu tveir heimaleikir Grindavíkurliðsins gegn liðunum úr efri hlutanum. Það þurfti nefnilega framlengingu til þess að skera út um úrslit heimaleikja liðsins gegn Haukum og Keflavík. Grindavík tapaði 88-90 fyrir Haukum eftir að hafa glutrað góðum tækifærum til að þessa að tryggja sér sigur í venjulegum leiktíma og slapp síðan fyrir horn í 92-90 sigri á Keflavík þar sem liðið missti niður gott forskot í seinni hálfleik en náði að landa sigrinum í lokin. KR á hinsvegar eftir að vinna lið úr efri hlutunum á útivelli því KR tapaði 74-71 fyrir Haukum á Ásvöllum og 69-66 fyrir Keflavík á Sunnbrautinni fyrr í vetur en allir þessir leikir hafa verið hnífjafnir og æsispennandi. Leikur Grindavíkur og KR hefst klukkan 19.15 í Íþróttahúsinu í Grindavík í kvöld en á sama tíma mætast Keflavík og Hamar í Keflavík. Haukar hafa lokið keppni fyrir áramót og Valur vann 19 stiga sigur á Fjölni, 89-70, í fyrsta leik umferðarinnar á þriðjudagskvöldið. ooj@frettabladid.is Dominos-deild kvenna Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ Sjá meira
Tvö heitustu liðin í Iceland Express deild kvenna mætast í Grindavík í kvöld þegar heimastúlkur mæta toppliði KR sem komst á toppinn með því að vinna Keflavík 90-81 í síðustu umferð. Grindavíkurliðið hefur unnið bæði Keflavík og Hauka í tveimur síðustu leikjum sínum og vonast eftir að sanna styrk sinn með því að vinna alla aðalkeppninauta sína í einum rykk. Þetta verður lokaleikur beggja liða fyrir áramót í Iceland Express deild kvenna en eftir þennan leik og leik Keflavíkur og Hamars í Keflavík, sem fer fram á sama tíma, hafa öll sjö lið deildarinnar mæst tvisvar sinnum í deildinni í vetur. KR-konur eru nýliðar í deildinni en hafa engu að síður unnið 9 af 11 fyrstu leikjum sínum og það er hefur því verið lítill byrjendabragur á vesturbæjarliðinu. Það sem gerir þessa byrjun liðsins enn merkilegri er að KR-liðið hefur tapað þessum tveimur leikjum sínum með aðeins þremur stigum á útivelli gegn Haukum og Keflavík og eftir tapað gegn Keflavík hefur liðið unnið öll sex lið deildarinnar í röð. Monique Martin skoraði 65 stig í sigrinum á Keflavík í síðasta leik og er með 40,8 í framlagi í sex leikja sigurgöngu KR-liðsins þar sem hún er með 39,8 stig, 13,4 fráköst og 4 stolna bolta að meðaltali í leik. Hildur Sigurðardóttir er einnig að skila góðum tölum í þessum leikjum en hún er með 15,5 stig, 11,8 fráköst og 6,2 stoðsendingar að meðaltali í síðustu sex leikjum þeirra svart-hvítu. Sigrún Ámundadóttir nær einnig tvennu að meðaltali í sigurgöngunni þrátt fyrir að spila aðeins 26,5 mínútur í leik. Sigrún hefur skorað 10,3 stig og tekið 10,2 fráköst í þessum sex leikjum. Grindavíkurstúlkur töpuðu þremur leikjum í röð í fyrri hluta nóvember en hafa síðan komist á mikið flug og unnið fimm síðustu leiki sína. Grindavík vann 19 stiga sigur á Íslandsmeisturum Hauka á útivelli í síðasta leik sem er stærsta tap Hauka á Ásvöllum síðan 20.mars 2005 þegar Grindavík sló Haukaliðið út úr undanúrslitum úrslitakeppninnar með 56-75 sigri. Tiffany Roberson hefur verið gríðarlega sterk í fimm leikja sigurgöngu Grindavíkurliðsins en hún er með 25,4 stig og 16 fráköst að meðaltali og hefur hitti úr 54,2 prósent skota sinna. Joanna Skiba er með 20 stig og 5,8 stoðsendingar að meðaltali en hún hefur skorað 3,4 þrista að meðaltali í leik og hitt út 43,6 prósent skota sinna fyrir utan þriggja stiga línuna. Petrúnella Skúladóttir hefur sett niður 53,8 prósent þriggja stiga skota sinna í þessum fimm leikjum (7 af 13). Stigahæsti íslenski leikmaðurinn í sigurgöngunni er Jovana Lilja Stefánsdsdóttir með 9,6 stig í leik en hún skoraði 23 stig og hitti úr 9 af 11 skotum sínum í sigrinum á Haukum. Grindavíkurliðið hefur skorað 21 þriggja stiga körfu í síðustu tveimur leikjum sínum og nýtti helmning langskota sinna á Ásvöllum. KR vann 83-75 sigur á Grindavík í fyrri leik liðanna í DHL-Höllinni í nóvember en það var einmitt bæði síðasti tapleikur Grindavíkur sem og fyrsti sigur KR í sex leikja sigurgöngu sinni. Grindavík var með frumkvæðið fram eftir leik og 59-63 yfir fyrir lokaleikhlutann en hann vann KR 24-8 og tryggði sér þar með átta stiga sigur. Þrír leikmenn KR náðu tvennu í leiknum. Monique Martin var með 34 stig, 21 fráköst, 5 stoðsendingar, 4 stolna bolta og 4 varin skot. Fyrirliðinni og fyrrum leikmaður Girndavíkur, Hildur Sigurðardóttir var með 20 stig, 10 fráköst og 6 stoðsendingar og Sigrún Sjöfn Ámundadóttir var með 17 stig og 13 fráköst en 9 frákastanna hennar komu í sókn. Hjá Grindavík var Tiffany Roberson með 25 stig og 20 fráköst, Joanna Skiba bætti við 20 stigum og 8 stoðsendingum og þá var Ólöf Helga Pálsdóttir með 14 stig og 10 fráköst. Fjör í Röstinni í kvöldMynd/Jón BjörnÞað bendir margt til þess að það verði spennandi leikur í Röstinni í kvöld og sérstaklega ef teknir eru inn í myndina síðustu tveir heimaleikir Grindavíkurliðsins gegn liðunum úr efri hlutanum. Það þurfti nefnilega framlengingu til þess að skera út um úrslit heimaleikja liðsins gegn Haukum og Keflavík. Grindavík tapaði 88-90 fyrir Haukum eftir að hafa glutrað góðum tækifærum til að þessa að tryggja sér sigur í venjulegum leiktíma og slapp síðan fyrir horn í 92-90 sigri á Keflavík þar sem liðið missti niður gott forskot í seinni hálfleik en náði að landa sigrinum í lokin. KR á hinsvegar eftir að vinna lið úr efri hlutunum á útivelli því KR tapaði 74-71 fyrir Haukum á Ásvöllum og 69-66 fyrir Keflavík á Sunnbrautinni fyrr í vetur en allir þessir leikir hafa verið hnífjafnir og æsispennandi. Leikur Grindavíkur og KR hefst klukkan 19.15 í Íþróttahúsinu í Grindavík í kvöld en á sama tíma mætast Keflavík og Hamar í Keflavík. Haukar hafa lokið keppni fyrir áramót og Valur vann 19 stiga sigur á Fjölni, 89-70, í fyrsta leik umferðarinnar á þriðjudagskvöldið. ooj@frettabladid.is
Dominos-deild kvenna Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ Sjá meira