Lífið

Þorgeir Ástvalds og Ómar Ragnarsson segja Hemma jólasveinasögur

Hemmi Gunni verður með veglegt jólaboð í þætti sínum Enn á tali kl. 16. á Þorláksmessu. Að sögn Hemma er stefnt að þætti með hátíðarblæ þar sem hlátur, hressleiki og hamingja verður þó ekki langt undan. „ Ég fæ frábæra gesti til mín í boðið" segir Hemmi. „Þorgeir Ástvaldsson og Ómar Ragnarsson mæta og segja okkur jólasveinasögur, en þeir hafa lifað tímana tvenna sem jólasveinar. Páll Óskar kemur, sópransöngkonan Anna Jónsdóttir og hörpuleikarinn Sophie Skónjans koma okkur í hátíðarstemningu og hljómsveitirnar Millarnir og Bjarni Ara, Land og synir, að ógleymdri Sprengjuhöllinni mæta svo í miklu Þorláksmessustuði og þá getur allt gerst. Þetta verður alveg magnað" segir Hemmi og hlær sínum landsfræga hlátri.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×