Viðskipti innlent

Úrvalsvísitalan undir 6.200 stigum

Kauphöll Íslands. Nokkrar sviptingar eru á gengi hlutabréfa en eins og staðan er núna stefnir í rauð jól á hlutabréfamarkaði.
Kauphöll Íslands. Nokkrar sviptingar eru á gengi hlutabréfa en eins og staðan er núna stefnir í rauð jól á hlutabréfamarkaði.

Úrvalsvísitalan hefur lækkað viðstöðulaust í heila viku og fór undir 6.200 stigin fyrir nokkrum mínútum. Hún hefur ekki verið lægri síðan í enda nóvember á síðasta ári. Miðað við þróunina stefnir í rauð jól í Kauphöllinni.

Lækkunin það sem af er degi nemur 0,29 prósentustigum og stendur vísitalan í 6.198 stigum.

Hæsta lokagildir vísitölunnar var 9.016 stig 19. júlí í sumar. Miðað við gildi hennar núna nemur fall hennar rétt rúmu 31 prósenti á fimm mánuðum.

Gengi bréfa í SPRON hefur fallið um 6,7 prósent en Existu um 4,19 prósent en bæði félögin náðu sínu lægsta gengi frá upphafi í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×