Viðskipti innlent

Róbert Wessman stór hluthafi í Glitni

Róbert Wessman, forstjóri Actavis, en félag í hans eigu er orðinn níundi stærsti hluthafinn í Glitni.
Róbert Wessman, forstjóri Actavis, en félag í hans eigu er orðinn níundi stærsti hluthafinn í Glitni. Mynd/Valli

Salt Investments, félag í eigu Róberts Wessman, forstjóra Actavis, hefur keypt tveggja prósenta hlut í Glitni fyrir 7,5 milljarða króna. Með viðskiptunum er félagið orðið 9. stærsti hluthafi bankans.

Seljandi hlutarins er bankinn sjálfur, en hann hefur átt töluvert stóran hlut í sjálfum sér.

Viðskiptin fóru fram á genginu 21,85 en gengi bréfa félagsins stóð þegar klukkan sló tólf í dag í 22. Í samtali við Markaðinn í morgun, sagði Róbert ástæðuna fyrir kaupunum vera, að það væru einfaldlega ekki lausir svona stórir hlutir í neinum öðrum bönkum. Og að þarna væri um gott kauptækifæri að ræða. Róbert sagði að Salt hefði hug á að eiga í bankanum til lengri tíma, hann hefði áhuga á að koma að uppbyggingu hans með beinum hætti og að hann hefði áhuga á stjórnarsæti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×