Lögmál um togstreitu Þórhildur Elín Elínardóttir skrifar 2. janúar 2008 07:30 Allir þurfa einhversstaðar að eiga heima. Einkar ánægjuleg og spennandi var frásögnin sem ég las á dögunum af því hvernig frumefnin eignuðust samastað sinn í lotukerfinu, enda stílgáfa höfundarins með eindæmum. Fyrirfram hefði ég ekki giskað á að hægt væri að prjóna svo skemmtilegan texta úr jafn jarðbundnum efnivið. Jólabókin í ár var því óvæntur happafengur sem lúmskur áhugi á vísindum og gjafmild fjölskyldan fleytti til mín. Fyrir þá sem fá aldrei nóg af skemmtilegu lesefni er þar stiklað á stóru um næstum allt. Þessi heillandi rúmfélagi minnist með öllu hinu á þrjú lögmál Newtons um hreyfingu. Þau bera sjaldgæf einkenni snilligáfu og eru nógu skiljanleg til að furðulegt virðist að enginn hafi uppgötvað þau fyrr... svona eftir á að hyggja. Ég minnist þess reyndar ekki að hafa fundist þetta allt saman svona undursamlegt í eðlisfræðitímunum í gamla daga, en trúlega var matreiðsla fræðslunnar þá ekki jafn innblásin. Í lögmálunum segir frá því að sérhver kraftur eigi sér gagnstæða og jafn stóra gagnverkun. Þetta gæti verið hægt að heimfæra upp á ýmislegt fleira en beinharða eðlisfræði. Í veröld sem forgangsraðar innri líðan æ framar er þetta ágæta lögmál lifandi sprottið einmitt í daglegri togstreitu. Hinum ótal ólíku kröfum þar sem hver og ein virðist einmitt eiga sér gagnstæða kröfu. Svo það er semsagt náttúrulögmál að okkur finnst við verða að eiga stórkostlegan starfsferil og frábært félagslíf um leið og við umvefjum heimilið af ástúð. Veita börnunum endalausan tíma, kærleiksríka andlega örvun og öryggi en hafa samt alltaf tvo tíma lausa fyrir líkamsrækt. Vera frábærir unaðskokkar en jafnframt slank og fit. Ástríðufullir elskhugar en samt ævinlega tilfinningalega sjálfstæð. Eigum semsagt að rækta allt og vanrækja ekkert. Á nýju ári er hefð fyrir því að setja markmið og vinna heit. Í fyrra og hitteðfyrra gerði ég það ábyggilega þótt bæði loforðin og efndirnar séu gleymd og grafin. En nú þegar ég veit að allt sem reynt er að toga eitthvað áleiðis mun af náttúrunnar hendi spyrna á móti finnst mér best að sleppa öllum heitstrenginum. Þetta er fyrirfram tapað spil og það er allt saman Isaac Newton að kenna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórhildur Elín Elínardóttir Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Allir þurfa einhversstaðar að eiga heima. Einkar ánægjuleg og spennandi var frásögnin sem ég las á dögunum af því hvernig frumefnin eignuðust samastað sinn í lotukerfinu, enda stílgáfa höfundarins með eindæmum. Fyrirfram hefði ég ekki giskað á að hægt væri að prjóna svo skemmtilegan texta úr jafn jarðbundnum efnivið. Jólabókin í ár var því óvæntur happafengur sem lúmskur áhugi á vísindum og gjafmild fjölskyldan fleytti til mín. Fyrir þá sem fá aldrei nóg af skemmtilegu lesefni er þar stiklað á stóru um næstum allt. Þessi heillandi rúmfélagi minnist með öllu hinu á þrjú lögmál Newtons um hreyfingu. Þau bera sjaldgæf einkenni snilligáfu og eru nógu skiljanleg til að furðulegt virðist að enginn hafi uppgötvað þau fyrr... svona eftir á að hyggja. Ég minnist þess reyndar ekki að hafa fundist þetta allt saman svona undursamlegt í eðlisfræðitímunum í gamla daga, en trúlega var matreiðsla fræðslunnar þá ekki jafn innblásin. Í lögmálunum segir frá því að sérhver kraftur eigi sér gagnstæða og jafn stóra gagnverkun. Þetta gæti verið hægt að heimfæra upp á ýmislegt fleira en beinharða eðlisfræði. Í veröld sem forgangsraðar innri líðan æ framar er þetta ágæta lögmál lifandi sprottið einmitt í daglegri togstreitu. Hinum ótal ólíku kröfum þar sem hver og ein virðist einmitt eiga sér gagnstæða kröfu. Svo það er semsagt náttúrulögmál að okkur finnst við verða að eiga stórkostlegan starfsferil og frábært félagslíf um leið og við umvefjum heimilið af ástúð. Veita börnunum endalausan tíma, kærleiksríka andlega örvun og öryggi en hafa samt alltaf tvo tíma lausa fyrir líkamsrækt. Vera frábærir unaðskokkar en jafnframt slank og fit. Ástríðufullir elskhugar en samt ævinlega tilfinningalega sjálfstæð. Eigum semsagt að rækta allt og vanrækja ekkert. Á nýju ári er hefð fyrir því að setja markmið og vinna heit. Í fyrra og hitteðfyrra gerði ég það ábyggilega þótt bæði loforðin og efndirnar séu gleymd og grafin. En nú þegar ég veit að allt sem reynt er að toga eitthvað áleiðis mun af náttúrunnar hendi spyrna á móti finnst mér best að sleppa öllum heitstrenginum. Þetta er fyrirfram tapað spil og það er allt saman Isaac Newton að kenna.