Hver fer til Belgrad? 4. janúar 2008 04:00 Hó hó hó Barði Jóhannsson þykir sigurstranglegur með vöðvafjöllin í Mercedes Club. Það kemur í ljós laugardagskvöldið 23. febrúar hvaða lag verður fulltrúi Íslands í Eurovision í Belgrad í maí. Keppnin hefur sem kunnugt er farið fram í Laugardagslögunum og það eru enn sjö þættir eftir. Fyrirkomulag keppninnar þykir nokkuð flókið og því er ekki úr vegi að útskýra næstu skref. Annað kvöld hefst fjörið á ný eftir jólafrí. Boðið verður upp á upprifjunarþátt með svipmyndum baksviðs. Einnig kemur í ljós hvaða þrjú lög fara áfram í sérstakan „wild card" aukaþátt. Lögin þrjú valdi valnefnd á vegum Rásar 2 úr ellefu afgangslögum úr fyrstu umferð. Tólfta janúar er komið að „wild card" aukaþættinum. Lögin þrjú sem komust hingað eru sungin og leikin og kosið er um þau í símakosningu. Aðeins eitt lag fer áfram í næstu umferð. Þá eru lögin orðin samtals 12, en voru 33 þegar keppnin hófst. Næstu fjögur laugardagskvöld - 19. og 26. janúar og 2. og 9. febrúar - verður boðið upp á fjóra útsláttarþætti. Þrjú lög eru flutt í hverjum þætti og í símakosningu er kosið um hvaða tvö komast áfram. Eitt lag dettur út í hverjum þætti og fær ekki fleiri tækifæri. Hinn sextánda febrúar er spennan í hámarki og til að æsa mannskapinn enn upp býður RÚV upp á upphitunarþátt. Lögin átta sem eru komin í úrslit verða flutt ásamt glensi og gamni. Stóra stundin rennur upp 23. febrúar. Þá lýkur hinu mikla Eurovision-ferðalagi sem hófst 6. október. Úrslitalögin átta verða flutt og búast má við gífurlegri þátttöku í símakosningu (99,90 hvert símtal). Eitt lag stendur svo uppi sem sigurvegari og fer til Belgrad. Þar vekur það mikla athygli á landi og þjóð og rótburstar keppnina enda valdi íslenska þjóðin alveg rétt í þetta skipti. Eða ekki. Eurovision Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað Sjá meira
Það kemur í ljós laugardagskvöldið 23. febrúar hvaða lag verður fulltrúi Íslands í Eurovision í Belgrad í maí. Keppnin hefur sem kunnugt er farið fram í Laugardagslögunum og það eru enn sjö þættir eftir. Fyrirkomulag keppninnar þykir nokkuð flókið og því er ekki úr vegi að útskýra næstu skref. Annað kvöld hefst fjörið á ný eftir jólafrí. Boðið verður upp á upprifjunarþátt með svipmyndum baksviðs. Einnig kemur í ljós hvaða þrjú lög fara áfram í sérstakan „wild card" aukaþátt. Lögin þrjú valdi valnefnd á vegum Rásar 2 úr ellefu afgangslögum úr fyrstu umferð. Tólfta janúar er komið að „wild card" aukaþættinum. Lögin þrjú sem komust hingað eru sungin og leikin og kosið er um þau í símakosningu. Aðeins eitt lag fer áfram í næstu umferð. Þá eru lögin orðin samtals 12, en voru 33 þegar keppnin hófst. Næstu fjögur laugardagskvöld - 19. og 26. janúar og 2. og 9. febrúar - verður boðið upp á fjóra útsláttarþætti. Þrjú lög eru flutt í hverjum þætti og í símakosningu er kosið um hvaða tvö komast áfram. Eitt lag dettur út í hverjum þætti og fær ekki fleiri tækifæri. Hinn sextánda febrúar er spennan í hámarki og til að æsa mannskapinn enn upp býður RÚV upp á upphitunarþátt. Lögin átta sem eru komin í úrslit verða flutt ásamt glensi og gamni. Stóra stundin rennur upp 23. febrúar. Þá lýkur hinu mikla Eurovision-ferðalagi sem hófst 6. október. Úrslitalögin átta verða flutt og búast má við gífurlegri þátttöku í símakosningu (99,90 hvert símtal). Eitt lag stendur svo uppi sem sigurvegari og fer til Belgrad. Þar vekur það mikla athygli á landi og þjóð og rótburstar keppnina enda valdi íslenska þjóðin alveg rétt í þetta skipti. Eða ekki.
Eurovision Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað Sjá meira