Partí-Hanz rindill við hlið helmassaðs Gaz-manns Jakob Bjarnar Grétarsson skrifar 9. janúar 2008 06:00 Vöðvaðir tónlistarmenn í vanda Gaz-mann hefur bætt á sig 15 kg frá því í undankeppninni en Party-Hanz aðeins sett á sig tvö. Vísir/Anton „Sko, það er komið upp ákveðið vandamál. Party-Hanz er aðeins búinn að bæta á sig tveimur kílóum en Gaz-mann er búinn að massa sig upp um 15 kíló. Og ekki arða af fitu þar,“ segir Egill „Gillzenegger“ Einarsson, talsmaður sveitarinnar Mercedes Club. Hljómsveitin undirbýr sig af kappi fyrir undanúrslit og úrslitakeppni í forvali Eurovision-söngvakeppninnar þar sem hún flytur lag Barða Jóhannssonar „Ho ho ho, we say hey hey hey“. Styttist í stuðið því 19. og 26. janúar og 2. og 9. febrúar verða fjórir útsláttarþættir. Þrjú lög verða flutt í hverjum þætti og kosið um hvaða tvö komast áfram. „Við fáum að koma tvisvar fram áður en við förum til Serbíu,“ segir Egill og hvarflar ekki að honum eina mínútu að Mercedes Club muni ekki vinna. Í bígerð er vídeó sem heitir „The Road to Eurovision“. Að sögn Egils „eitthvert hrikalegasta vídeó sem sést hefur á YouTube.“ Þótt söngkonan Rebekka Kolbeinsdóttir og Cerez4 skipi framvarðasveitina hafa bumbuslagararnir Party-Hanz (Jóhann Ólafur Schröder) og Gaz-mann (Garðar Ómarsson) og hljómboðsleikarinn Gillzenegger ekki vakið minni athygli. Þeir leggja ekki minna upp úr að vera vel á sig komnir en að hafa dúr og moll á hreinu. Félagarnir þrír hafa einsett sér að bæta á sig tíu kílóa vöðvamassa fyrir úrslitakvöldið. „Algert lágmark. Stífur undirbúningur. Fimm daga veikindi mín settu reyndar strik í reikninginn. Voru ekki að gera góða hluti fyrir vöðvabygginguna en ég var búinn að bæta á mig 7 kg. Ég lofa að ég verð kominn upp í 98 kg fyrir úrslitakvöldið - helskafinn.“ Vandinn sem að þremmenningum steðjar er að Gaz-mann er orðinn helmingi massaðari en þegar sjónvarpsáhorfendur sáu hann í undankeppninni. Því er ekki svo farið með Party-Hanz. Þótti hann þó þá þegar hálfvæskilslegur við hlið vöðvatröllsins vinar síns. „Þetta er að verða vandræðalegt. Menn eru að hugsa um kvenþjóðina og svona. En í þessum orðum töluðum er ég að horfa á Jóa lyfta og við verðum að gefa honum séns á að ná þessu upp,“ segir Gillzenegger. Aðspurður hvernig þetta nafn sé til komið - Gaz-mann - segir Egill það einfaldlega svo að þegar menn eru að lyfta hrikalega og éta prótín þá komi fyrir að þeir leysi vind. En hann tekur skýrt fram að þrátt fyrir nafnið prumpi Gaz-mann ekki meira en gengur og gerist. „En nú þurfum við að toppa. Þýðir ekkert bara að tala um það. Ég get upplýst að í undanúrslitunum mun eldur koma við sögu. En aðaltrompið, ásinn í þessu sem mun skila tíu þúsund atkvæðum aukalega, því verður splæst á úrslitakvöldinu,“ segir Gilzenegger og neitar að upplýsa meira. Eurovision Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
„Sko, það er komið upp ákveðið vandamál. Party-Hanz er aðeins búinn að bæta á sig tveimur kílóum en Gaz-mann er búinn að massa sig upp um 15 kíló. Og ekki arða af fitu þar,“ segir Egill „Gillzenegger“ Einarsson, talsmaður sveitarinnar Mercedes Club. Hljómsveitin undirbýr sig af kappi fyrir undanúrslit og úrslitakeppni í forvali Eurovision-söngvakeppninnar þar sem hún flytur lag Barða Jóhannssonar „Ho ho ho, we say hey hey hey“. Styttist í stuðið því 19. og 26. janúar og 2. og 9. febrúar verða fjórir útsláttarþættir. Þrjú lög verða flutt í hverjum þætti og kosið um hvaða tvö komast áfram. „Við fáum að koma tvisvar fram áður en við förum til Serbíu,“ segir Egill og hvarflar ekki að honum eina mínútu að Mercedes Club muni ekki vinna. Í bígerð er vídeó sem heitir „The Road to Eurovision“. Að sögn Egils „eitthvert hrikalegasta vídeó sem sést hefur á YouTube.“ Þótt söngkonan Rebekka Kolbeinsdóttir og Cerez4 skipi framvarðasveitina hafa bumbuslagararnir Party-Hanz (Jóhann Ólafur Schröder) og Gaz-mann (Garðar Ómarsson) og hljómboðsleikarinn Gillzenegger ekki vakið minni athygli. Þeir leggja ekki minna upp úr að vera vel á sig komnir en að hafa dúr og moll á hreinu. Félagarnir þrír hafa einsett sér að bæta á sig tíu kílóa vöðvamassa fyrir úrslitakvöldið. „Algert lágmark. Stífur undirbúningur. Fimm daga veikindi mín settu reyndar strik í reikninginn. Voru ekki að gera góða hluti fyrir vöðvabygginguna en ég var búinn að bæta á mig 7 kg. Ég lofa að ég verð kominn upp í 98 kg fyrir úrslitakvöldið - helskafinn.“ Vandinn sem að þremmenningum steðjar er að Gaz-mann er orðinn helmingi massaðari en þegar sjónvarpsáhorfendur sáu hann í undankeppninni. Því er ekki svo farið með Party-Hanz. Þótti hann þó þá þegar hálfvæskilslegur við hlið vöðvatröllsins vinar síns. „Þetta er að verða vandræðalegt. Menn eru að hugsa um kvenþjóðina og svona. En í þessum orðum töluðum er ég að horfa á Jóa lyfta og við verðum að gefa honum séns á að ná þessu upp,“ segir Gillzenegger. Aðspurður hvernig þetta nafn sé til komið - Gaz-mann - segir Egill það einfaldlega svo að þegar menn eru að lyfta hrikalega og éta prótín þá komi fyrir að þeir leysi vind. En hann tekur skýrt fram að þrátt fyrir nafnið prumpi Gaz-mann ekki meira en gengur og gerist. „En nú þurfum við að toppa. Þýðir ekkert bara að tala um það. Ég get upplýst að í undanúrslitunum mun eldur koma við sögu. En aðaltrompið, ásinn í þessu sem mun skila tíu þúsund atkvæðum aukalega, því verður splæst á úrslitakvöldinu,“ segir Gilzenegger og neitar að upplýsa meira.
Eurovision Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning