Veggjakrot Guðmundur Steingrímsson skrifar 12. janúar 2008 06:00 Ég hef aldrei krotað neitt á vegg eða spreyjað. Ef ég hefði staðið frammi fyrir því einhvern tímann að þurfa að krota eitthvað á vegg eða spreyja - en blessunarlega fyrir alla borgarmyndina og umhverfið yfirleitt hef ég aldrei fundið hjá mér sjálfum neina þörf fyrir slíkt, og hefði því þurft að krota tilneyddur - þá hefði það háð mínum tilburðum á þessu sviði að ég hefði hreint ekki haft hugmynd um hvað ég hefði svo sem átt að krota. Á skýlunum í gamla daga fannst mér alltaf athyglisverðast þegar einhverjir snillingar höfðu krotað á strætóskýlið ýmsar grundvallar, tilvistarlegar athugasemdir eins og til dæmis: „Siggi var hér." Þetta er ekki beint andríkt veggjakrot, en lýsir þó einhverri grundvallarþörf umkomulauss einstaklings til þess að láta vita af för sinni. Í þessu alþekkta formi veggjakrots kemur líka fram eitt grundvallareðli þess. Líkt og hundar pissa til að láta vita af ferðum sínum og merkja sér svæði, þá virðast sumir pissa veggjakroti í sama dýrslega tilgangi. GAGNVART svo hástemmdum yfirlýsingum á vegg eins og „Siggi var hér" er auðvitað líklegt að margir spyrji: Og hvað með það? Umræða um veggjakrot, sem gýs upp reglulega vegna þess hve veggjakrot er mikið lýti, tekur stundum á sig þá mynd, að því er velt upp hvað leiði fólk út í þessa iðju, að spreyja eða krota - og þá oftast hinar andlausustu athugasemdir - á vegg. ÉG hef hér lagt til eina skýringu út frá ýmsum vísbendingum í atferli hunda. Hin skýringin sem gefin hefur verið á veggjakroti er sú, sem oft heyrist, að hér sé á ferðinni þörf fyrir listræna tjáningu. GOTT og vel, segi ég þá. Ég tek undir það að margt hefur í gegnum tíðina verið spreyjað af talsverðri kunnáttu á veggi. En þá verð ég samt að játa, að ég skil ekki almennilega þessa umræðu. Það liggur fyrir að krotarar krota á veggi sem þeir eiga ekki sjálfir og hafa ekki neitt leyfi til að krota á. Hvað kemur það þá málinu við hvort krotið sé list eða ekki? Má Ólafur Elíasson spreyja málverk á húsið mitt, án þess að spyrja mig, bara vegna þess að hann er mikill listamaður? Nei, segi ég. Auðvitað ekki. Hann má í mesta lagi krota „Óli var hér" á austurhliðina, lítið. Og þá bara vegna þess að það er hann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson Skoðun
Ég hef aldrei krotað neitt á vegg eða spreyjað. Ef ég hefði staðið frammi fyrir því einhvern tímann að þurfa að krota eitthvað á vegg eða spreyja - en blessunarlega fyrir alla borgarmyndina og umhverfið yfirleitt hef ég aldrei fundið hjá mér sjálfum neina þörf fyrir slíkt, og hefði því þurft að krota tilneyddur - þá hefði það háð mínum tilburðum á þessu sviði að ég hefði hreint ekki haft hugmynd um hvað ég hefði svo sem átt að krota. Á skýlunum í gamla daga fannst mér alltaf athyglisverðast þegar einhverjir snillingar höfðu krotað á strætóskýlið ýmsar grundvallar, tilvistarlegar athugasemdir eins og til dæmis: „Siggi var hér." Þetta er ekki beint andríkt veggjakrot, en lýsir þó einhverri grundvallarþörf umkomulauss einstaklings til þess að láta vita af för sinni. Í þessu alþekkta formi veggjakrots kemur líka fram eitt grundvallareðli þess. Líkt og hundar pissa til að láta vita af ferðum sínum og merkja sér svæði, þá virðast sumir pissa veggjakroti í sama dýrslega tilgangi. GAGNVART svo hástemmdum yfirlýsingum á vegg eins og „Siggi var hér" er auðvitað líklegt að margir spyrji: Og hvað með það? Umræða um veggjakrot, sem gýs upp reglulega vegna þess hve veggjakrot er mikið lýti, tekur stundum á sig þá mynd, að því er velt upp hvað leiði fólk út í þessa iðju, að spreyja eða krota - og þá oftast hinar andlausustu athugasemdir - á vegg. ÉG hef hér lagt til eina skýringu út frá ýmsum vísbendingum í atferli hunda. Hin skýringin sem gefin hefur verið á veggjakroti er sú, sem oft heyrist, að hér sé á ferðinni þörf fyrir listræna tjáningu. GOTT og vel, segi ég þá. Ég tek undir það að margt hefur í gegnum tíðina verið spreyjað af talsverðri kunnáttu á veggi. En þá verð ég samt að játa, að ég skil ekki almennilega þessa umræðu. Það liggur fyrir að krotarar krota á veggi sem þeir eiga ekki sjálfir og hafa ekki neitt leyfi til að krota á. Hvað kemur það þá málinu við hvort krotið sé list eða ekki? Má Ólafur Elíasson spreyja málverk á húsið mitt, án þess að spyrja mig, bara vegna þess að hann er mikill listamaður? Nei, segi ég. Auðvitað ekki. Hann má í mesta lagi krota „Óli var hér" á austurhliðina, lítið. Og þá bara vegna þess að það er hann.