Sölumenn óttans Þórhildur Elín Elínardóttir skrifar 13. febrúar 2008 06:00 Stundum er fullyrt að með hækkandi aldri fylgi ákveðin fríðindi. Þá er ekki verið að vísa í forréttindi ellilífeyrisþega sem fá afslátt í sund og ókeypis rútuferðir í Bónus, heldur sérstaka tegund af sálarró sem kemur ekki sjálfkrafa en eykst samkvæmt kenningunni í réttu hlutfalli við fjölgandi hrukkur. Þessi innri friður er niðurstaða marga ára sjálfsgagnrýni sem hundeltir konur frekar en karla vegna þess að við erum svo meðvirkar, það er löng hefð fyrir því. Niðurrif sjálfsins styðst framan af við sífelldar leiðbeiningar til dæmis kvennablaða um hvernig við getum orðið nógu mjóar til að komast í kjólinn eða á almennilegt deit, náð í kærasta, fengið betri fullnægingar, orðið þolinmóðari mæður, frumlegri kokkar og blásið lífi í glæðurnar. Aldrei alveg nógu góðar þræðum við delluna og reynum í gríð og erg að tileinka okkur trixin. Þar til sannleikurinn opinberast seint og um síðir: Okkur mun aldrei takast þetta. Þá er ekki um annað að ræða en að sætta sig við orðinn hlut. Við erum semsagt akkúrat svona eða hinsegin gerðar, getum snikkað okkur dálítið til og frá en hvorki skipt um ham né persónuleika, sama hvað. En ef við komumst yfir vonbrigðin á annað borð, fylgir í kjölfarið umrædd sálarró blandin góðlátlegri kímni í garð þeirra sem enn hafa ekki séð ljósið. Einmitt þegar við ætlum að fara að uppskera ávöxt áralangra sjálfspyntinga og njóta þess að vera ófullkomnar og skítsama, hefst næsti kafli áróðursstríðsins. Í unaðslega fallegri auglýsingu frá tryggingafélagi leynast eitruð skilaboð um allt sem við eigum að framkvæma fyrir fertugt. Það er að segja allt sem við ættum að vera búnar að gera en er nú orðið of seint. Þar sem við liggjum útflattar í lazyboyinum, alveg mátulega tilbúnar í líf án samviskubits, kviknar í maganum lævís ótti og grunur um yfirvofandi hörmungar. Sem fæst einmitt staðfestur í símtali við sölumann trygginga. Á undraskömmum tíma breytist nýfengin vellíðan í sjokk yfir að hafa næstum komið fjölskyldunni á vonarvöl með því að deyja ólíftryggðar. Því þótt óttinn við öryggisleysið verði seint friðaður getum við með hjálp tryggingafélags þó fengið tækifæri til að andast rólegar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórhildur Elín Elínardóttir Mest lesið Halldór 04.01.2025 Halldór Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun
Stundum er fullyrt að með hækkandi aldri fylgi ákveðin fríðindi. Þá er ekki verið að vísa í forréttindi ellilífeyrisþega sem fá afslátt í sund og ókeypis rútuferðir í Bónus, heldur sérstaka tegund af sálarró sem kemur ekki sjálfkrafa en eykst samkvæmt kenningunni í réttu hlutfalli við fjölgandi hrukkur. Þessi innri friður er niðurstaða marga ára sjálfsgagnrýni sem hundeltir konur frekar en karla vegna þess að við erum svo meðvirkar, það er löng hefð fyrir því. Niðurrif sjálfsins styðst framan af við sífelldar leiðbeiningar til dæmis kvennablaða um hvernig við getum orðið nógu mjóar til að komast í kjólinn eða á almennilegt deit, náð í kærasta, fengið betri fullnægingar, orðið þolinmóðari mæður, frumlegri kokkar og blásið lífi í glæðurnar. Aldrei alveg nógu góðar þræðum við delluna og reynum í gríð og erg að tileinka okkur trixin. Þar til sannleikurinn opinberast seint og um síðir: Okkur mun aldrei takast þetta. Þá er ekki um annað að ræða en að sætta sig við orðinn hlut. Við erum semsagt akkúrat svona eða hinsegin gerðar, getum snikkað okkur dálítið til og frá en hvorki skipt um ham né persónuleika, sama hvað. En ef við komumst yfir vonbrigðin á annað borð, fylgir í kjölfarið umrædd sálarró blandin góðlátlegri kímni í garð þeirra sem enn hafa ekki séð ljósið. Einmitt þegar við ætlum að fara að uppskera ávöxt áralangra sjálfspyntinga og njóta þess að vera ófullkomnar og skítsama, hefst næsti kafli áróðursstríðsins. Í unaðslega fallegri auglýsingu frá tryggingafélagi leynast eitruð skilaboð um allt sem við eigum að framkvæma fyrir fertugt. Það er að segja allt sem við ættum að vera búnar að gera en er nú orðið of seint. Þar sem við liggjum útflattar í lazyboyinum, alveg mátulega tilbúnar í líf án samviskubits, kviknar í maganum lævís ótti og grunur um yfirvofandi hörmungar. Sem fæst einmitt staðfestur í símtali við sölumann trygginga. Á undraskömmum tíma breytist nýfengin vellíðan í sjokk yfir að hafa næstum komið fjölskyldunni á vonarvöl með því að deyja ólíftryggðar. Því þótt óttinn við öryggisleysið verði seint friðaður getum við með hjálp tryggingafélags þó fengið tækifæri til að andast rólegar.
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun