Sökuð um svindl í Eurovision Jakob Bjarnar Grétarsson skrifar 15. febrúar 2008 06:00 Mikil ólga er meðal keppenda í Laugardagslögunum og dagskrárstjóri segir gott að fólk taki keppnina alvarlega. Mercedes Club er í miðju ólgunnar. Meðlimir sveitarinnar eru sakaðir um svindl. Vísir/Vilhelm „Við þurfum svo sem enga bakraddasöngvara. Ég er til dæmis svo kröftugur að ég gæti tekið þetta einn. Þótt þetta séu toppmenn í húsbandinu var þetta óþarfi og hugsað sem alger uppfylling,“ segir Egill Einarsson, talsmaður Mercedes Club, sem keppir í Laugardagslögunum. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir mikilli ólgu meðal þátttakenda í forkeppni Eurovision-keppninnar. Eru reglur sagðar beygðar til að hygla lagi Barða Jóhannssonar Ho ho ho, we say hey hey hey, en í 13. grein segir að keppendur á sviði megi aðeins vera sex. Í undanúrslitum síðasta laugardagskvöld voru auk meðlimanna fimm þrír bakraddasöngvarar úr hljómsveit hússins sem sungu með í viðlaginu: Ólafur Hólm trommari, Vignir Þór Stefánsson hljómborðsleikari og Stefán Már Magnússon gítarleikarinn snjalli. „Ég neita að tjá mig um málið og vísa því til föðurhúsanna,“ segir Ólafur aðspurður hvernig það sé að vera í miðju meints svindls. Reglurnar eru reyndar óljósar. Þannig segir í 24. grein reglna sem tóku gildi árið 1. ágúst 2007 að Sjónvarpið áskilji sér fullan rétt til að breyta reglunum, túlka og skera úr um öll vafaatriði sem upp kunna að koma. Regluverkið kemur ekki til af góðu. Komið hafa upp álitamál í tengslum við forkeppnina hér heima og er skemmst að minnast átaka sem urðu árið 2006 milli hóps þátttakenda sem Kristján Hreinsson Skerjafjarðarskáld fór fyrir og svo Silvíu Nætur sem sögð var hafa dreift lagi sínu opinberlega, þverbrotið reglurnar og voru uppi kröfur um að Silvíu yrði vísað úr keppni. Þorvaldur Bjarni er tónlistarstjóri keppninnar og hann segir engar reglur hafa verið brotnar. Allir sitji við sama borð og megi nýta sér raddir húsbandsins. „Nei, það kannski nýtist ekki öllum. En ef þú vilt stækka bakraddirnar þá getur þú það. Fleiri nýttu sér þetta, til dæmis þau í Wiggle Wiggle Song.“ Þórhallur Gunnarsson dagskrárstjóri tekur í sama streng, fyrirkomulag hafi legið fyrir og verið samþykkt á fundi lagahöfunda. „Raddirnar voru í fyrstu umferð á teipi og svolítið mikið að taka það allt af þeim í þessari umferð. En úti mega bara vera sex á sviðinu.“ Þórhallur er ánægður með hversu alvarlega menn taka keppnina enda vilja allir komast til Serbíu og syngja fyrir 300 milljónir manna. Þorvaldur Bjarni telur reyndar lítið þurfa að hjálpa laginu hans Barða. „Brilljansinn við þetta er að hægt væri að hafa taminn apa til að segja hó og hey og það kæmi vel út.“ Egill Einarsson hafnar aðspurður því að söngkennari bakvarðarsveitar Mercedes Club sé að verða gráhærður. „Gæti ekki verið ánægðari með okkur. Ég þurfti minnst á söngkennslunni að halda enda tónlistarmaður. En það þurfti að fínpússa suma. En við þrír munum klára þetta. Við þrír munum fara til Serbíu.“ Eurovision Mest lesið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Stjörnum prýdd kynning enska boltans Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Lífið Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Lífið Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið Fleiri fréttir „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Sjá meira
„Við þurfum svo sem enga bakraddasöngvara. Ég er til dæmis svo kröftugur að ég gæti tekið þetta einn. Þótt þetta séu toppmenn í húsbandinu var þetta óþarfi og hugsað sem alger uppfylling,“ segir Egill Einarsson, talsmaður Mercedes Club, sem keppir í Laugardagslögunum. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir mikilli ólgu meðal þátttakenda í forkeppni Eurovision-keppninnar. Eru reglur sagðar beygðar til að hygla lagi Barða Jóhannssonar Ho ho ho, we say hey hey hey, en í 13. grein segir að keppendur á sviði megi aðeins vera sex. Í undanúrslitum síðasta laugardagskvöld voru auk meðlimanna fimm þrír bakraddasöngvarar úr hljómsveit hússins sem sungu með í viðlaginu: Ólafur Hólm trommari, Vignir Þór Stefánsson hljómborðsleikari og Stefán Már Magnússon gítarleikarinn snjalli. „Ég neita að tjá mig um málið og vísa því til föðurhúsanna,“ segir Ólafur aðspurður hvernig það sé að vera í miðju meints svindls. Reglurnar eru reyndar óljósar. Þannig segir í 24. grein reglna sem tóku gildi árið 1. ágúst 2007 að Sjónvarpið áskilji sér fullan rétt til að breyta reglunum, túlka og skera úr um öll vafaatriði sem upp kunna að koma. Regluverkið kemur ekki til af góðu. Komið hafa upp álitamál í tengslum við forkeppnina hér heima og er skemmst að minnast átaka sem urðu árið 2006 milli hóps þátttakenda sem Kristján Hreinsson Skerjafjarðarskáld fór fyrir og svo Silvíu Nætur sem sögð var hafa dreift lagi sínu opinberlega, þverbrotið reglurnar og voru uppi kröfur um að Silvíu yrði vísað úr keppni. Þorvaldur Bjarni er tónlistarstjóri keppninnar og hann segir engar reglur hafa verið brotnar. Allir sitji við sama borð og megi nýta sér raddir húsbandsins. „Nei, það kannski nýtist ekki öllum. En ef þú vilt stækka bakraddirnar þá getur þú það. Fleiri nýttu sér þetta, til dæmis þau í Wiggle Wiggle Song.“ Þórhallur Gunnarsson dagskrárstjóri tekur í sama streng, fyrirkomulag hafi legið fyrir og verið samþykkt á fundi lagahöfunda. „Raddirnar voru í fyrstu umferð á teipi og svolítið mikið að taka það allt af þeim í þessari umferð. En úti mega bara vera sex á sviðinu.“ Þórhallur er ánægður með hversu alvarlega menn taka keppnina enda vilja allir komast til Serbíu og syngja fyrir 300 milljónir manna. Þorvaldur Bjarni telur reyndar lítið þurfa að hjálpa laginu hans Barða. „Brilljansinn við þetta er að hægt væri að hafa taminn apa til að segja hó og hey og það kæmi vel út.“ Egill Einarsson hafnar aðspurður því að söngkennari bakvarðarsveitar Mercedes Club sé að verða gráhærður. „Gæti ekki verið ánægðari með okkur. Ég þurfti minnst á söngkennslunni að halda enda tónlistarmaður. En það þurfti að fínpússa suma. En við þrír munum klára þetta. Við þrír munum fara til Serbíu.“
Eurovision Mest lesið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Stjörnum prýdd kynning enska boltans Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Lífið Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Lífið Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið Fleiri fréttir „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Sjá meira