Sökuð um svindl í Eurovision Jakob Bjarnar Grétarsson skrifar 15. febrúar 2008 06:00 Mikil ólga er meðal keppenda í Laugardagslögunum og dagskrárstjóri segir gott að fólk taki keppnina alvarlega. Mercedes Club er í miðju ólgunnar. Meðlimir sveitarinnar eru sakaðir um svindl. Vísir/Vilhelm „Við þurfum svo sem enga bakraddasöngvara. Ég er til dæmis svo kröftugur að ég gæti tekið þetta einn. Þótt þetta séu toppmenn í húsbandinu var þetta óþarfi og hugsað sem alger uppfylling,“ segir Egill Einarsson, talsmaður Mercedes Club, sem keppir í Laugardagslögunum. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir mikilli ólgu meðal þátttakenda í forkeppni Eurovision-keppninnar. Eru reglur sagðar beygðar til að hygla lagi Barða Jóhannssonar Ho ho ho, we say hey hey hey, en í 13. grein segir að keppendur á sviði megi aðeins vera sex. Í undanúrslitum síðasta laugardagskvöld voru auk meðlimanna fimm þrír bakraddasöngvarar úr hljómsveit hússins sem sungu með í viðlaginu: Ólafur Hólm trommari, Vignir Þór Stefánsson hljómborðsleikari og Stefán Már Magnússon gítarleikarinn snjalli. „Ég neita að tjá mig um málið og vísa því til föðurhúsanna,“ segir Ólafur aðspurður hvernig það sé að vera í miðju meints svindls. Reglurnar eru reyndar óljósar. Þannig segir í 24. grein reglna sem tóku gildi árið 1. ágúst 2007 að Sjónvarpið áskilji sér fullan rétt til að breyta reglunum, túlka og skera úr um öll vafaatriði sem upp kunna að koma. Regluverkið kemur ekki til af góðu. Komið hafa upp álitamál í tengslum við forkeppnina hér heima og er skemmst að minnast átaka sem urðu árið 2006 milli hóps þátttakenda sem Kristján Hreinsson Skerjafjarðarskáld fór fyrir og svo Silvíu Nætur sem sögð var hafa dreift lagi sínu opinberlega, þverbrotið reglurnar og voru uppi kröfur um að Silvíu yrði vísað úr keppni. Þorvaldur Bjarni er tónlistarstjóri keppninnar og hann segir engar reglur hafa verið brotnar. Allir sitji við sama borð og megi nýta sér raddir húsbandsins. „Nei, það kannski nýtist ekki öllum. En ef þú vilt stækka bakraddirnar þá getur þú það. Fleiri nýttu sér þetta, til dæmis þau í Wiggle Wiggle Song.“ Þórhallur Gunnarsson dagskrárstjóri tekur í sama streng, fyrirkomulag hafi legið fyrir og verið samþykkt á fundi lagahöfunda. „Raddirnar voru í fyrstu umferð á teipi og svolítið mikið að taka það allt af þeim í þessari umferð. En úti mega bara vera sex á sviðinu.“ Þórhallur er ánægður með hversu alvarlega menn taka keppnina enda vilja allir komast til Serbíu og syngja fyrir 300 milljónir manna. Þorvaldur Bjarni telur reyndar lítið þurfa að hjálpa laginu hans Barða. „Brilljansinn við þetta er að hægt væri að hafa taminn apa til að segja hó og hey og það kæmi vel út.“ Egill Einarsson hafnar aðspurður því að söngkennari bakvarðarsveitar Mercedes Club sé að verða gráhærður. „Gæti ekki verið ánægðari með okkur. Ég þurfti minnst á söngkennslunni að halda enda tónlistarmaður. En það þurfti að fínpússa suma. En við þrír munum klára þetta. Við þrír munum fara til Serbíu.“ Eurovision Mest lesið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Helena var krýnd Ungfrú Ísland í kvöld Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Fleiri fréttir Helena var krýnd Ungfrú Ísland í kvöld Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Sjá meira
„Við þurfum svo sem enga bakraddasöngvara. Ég er til dæmis svo kröftugur að ég gæti tekið þetta einn. Þótt þetta séu toppmenn í húsbandinu var þetta óþarfi og hugsað sem alger uppfylling,“ segir Egill Einarsson, talsmaður Mercedes Club, sem keppir í Laugardagslögunum. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir mikilli ólgu meðal þátttakenda í forkeppni Eurovision-keppninnar. Eru reglur sagðar beygðar til að hygla lagi Barða Jóhannssonar Ho ho ho, we say hey hey hey, en í 13. grein segir að keppendur á sviði megi aðeins vera sex. Í undanúrslitum síðasta laugardagskvöld voru auk meðlimanna fimm þrír bakraddasöngvarar úr hljómsveit hússins sem sungu með í viðlaginu: Ólafur Hólm trommari, Vignir Þór Stefánsson hljómborðsleikari og Stefán Már Magnússon gítarleikarinn snjalli. „Ég neita að tjá mig um málið og vísa því til föðurhúsanna,“ segir Ólafur aðspurður hvernig það sé að vera í miðju meints svindls. Reglurnar eru reyndar óljósar. Þannig segir í 24. grein reglna sem tóku gildi árið 1. ágúst 2007 að Sjónvarpið áskilji sér fullan rétt til að breyta reglunum, túlka og skera úr um öll vafaatriði sem upp kunna að koma. Regluverkið kemur ekki til af góðu. Komið hafa upp álitamál í tengslum við forkeppnina hér heima og er skemmst að minnast átaka sem urðu árið 2006 milli hóps þátttakenda sem Kristján Hreinsson Skerjafjarðarskáld fór fyrir og svo Silvíu Nætur sem sögð var hafa dreift lagi sínu opinberlega, þverbrotið reglurnar og voru uppi kröfur um að Silvíu yrði vísað úr keppni. Þorvaldur Bjarni er tónlistarstjóri keppninnar og hann segir engar reglur hafa verið brotnar. Allir sitji við sama borð og megi nýta sér raddir húsbandsins. „Nei, það kannski nýtist ekki öllum. En ef þú vilt stækka bakraddirnar þá getur þú það. Fleiri nýttu sér þetta, til dæmis þau í Wiggle Wiggle Song.“ Þórhallur Gunnarsson dagskrárstjóri tekur í sama streng, fyrirkomulag hafi legið fyrir og verið samþykkt á fundi lagahöfunda. „Raddirnar voru í fyrstu umferð á teipi og svolítið mikið að taka það allt af þeim í þessari umferð. En úti mega bara vera sex á sviðinu.“ Þórhallur er ánægður með hversu alvarlega menn taka keppnina enda vilja allir komast til Serbíu og syngja fyrir 300 milljónir manna. Þorvaldur Bjarni telur reyndar lítið þurfa að hjálpa laginu hans Barða. „Brilljansinn við þetta er að hægt væri að hafa taminn apa til að segja hó og hey og það kæmi vel út.“ Egill Einarsson hafnar aðspurður því að söngkennari bakvarðarsveitar Mercedes Club sé að verða gráhærður. „Gæti ekki verið ánægðari með okkur. Ég þurfti minnst á söngkennslunni að halda enda tónlistarmaður. En það þurfti að fínpússa suma. En við þrír munum klára þetta. Við þrír munum fara til Serbíu.“
Eurovision Mest lesið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Helena var krýnd Ungfrú Ísland í kvöld Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Fleiri fréttir Helena var krýnd Ungfrú Ísland í kvöld Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Sjá meira