Samtals 32 ára fangelsi í Pólstjörnumáli 16. febrúar 2008 00:01 Fáskrúðsfjarðarmál, skútusmygl, dómur Sex karlmenn voru í gær dæmdir í svokölluðu Pólstjörnumáli. Um er að ræða eitt umfangsmesta smyglmál á fíkniefnum hér á landi þegar hinir dæmdu reyndu að smygla til landsins 23 kílóum og 562,73 grömmum af amfetamíni, 13 kílóum og 947,45 grömmum af e-töfludufti og 1.746 e-töflum til landsins. Fíkniefnin fluttu þeir hingað með skútu er lagði að bryggju í Fáskrúðsfjarðarhöfn að morgni fimmtudagsins 20. september. Lögregla lagði hald á fíkniefnin sem fundust við leit í skútunni. Sá sem þyngstan dóm hlaut var Einar Jökull Einarsson. Hann var dæmdur í níu og hálfs árs fangelsi. Alvar Óskarsson, var dæmdur í sjö ára fangelsi. Guðbjarni Traustason var dæmdur í sjö ára og fimm mánaða fangelsi, Marinó Einar Árnason í fimm og hálfs árs fangelsi og Bjarni Hrafnkelsson, í átján mánaða fangelsi. Sá sjötti sem var ákærður í málinu var dæmdur í eins árs skilorðsbundið fangelsi. Samtals voru mennirnir því dæmdir í ríflega 32 ára fangelsi. Samkvæmt niðurstöðu héraðsdóms þótti sannað með játningu Alvars, Einars Jökuls, Guðbjarna og Marinós Einars að þeir stóðu saman að fíkniefnainnflutningnum. Þáttur hvers hinna dæmdu í skipulagningu og framkvæmd sameiginlegs brots er mjög misjafn. Einar Jökull játaði að hafa skipulagt innflutninginn. Guðbjarni og Alvar fluttu efnin yfir hafið á skútunni. Marinó Einar átti að taka á móti fíkniefnunum í Fáskrúðsfjarðarhöfn og Bjarni bjó um fíkniefnin í Kaupmannahöfn. Sá sjötti sem hafði tekið að sér að fela efnin á sumarbústaðalandi í Rangárvallasýslu var dæmdur á skilorði, en efnin komust aldrei í hendur hans. Auk ofangreindra refsinga var mönnunum sex gert að greiða á níundu milljón króna í málsvarnarlaun og sakarkostnað. Allir eiga hinir dæmdu brotaferil aða baki. Má þar nefna dóma fyrir fíkniefnabrot, líkamsárásir, þjófnaði og eignaspjöll. Hinir dæmdu hafa nú til skoðunar hvort þeir muni áfrýja dómum sínum til Hæstaréttar. Til þess hafa þeir fjórar vikur. jss@frettabladid.is Pólstjörnumálið Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Sex karlmenn voru í gær dæmdir í svokölluðu Pólstjörnumáli. Um er að ræða eitt umfangsmesta smyglmál á fíkniefnum hér á landi þegar hinir dæmdu reyndu að smygla til landsins 23 kílóum og 562,73 grömmum af amfetamíni, 13 kílóum og 947,45 grömmum af e-töfludufti og 1.746 e-töflum til landsins. Fíkniefnin fluttu þeir hingað með skútu er lagði að bryggju í Fáskrúðsfjarðarhöfn að morgni fimmtudagsins 20. september. Lögregla lagði hald á fíkniefnin sem fundust við leit í skútunni. Sá sem þyngstan dóm hlaut var Einar Jökull Einarsson. Hann var dæmdur í níu og hálfs árs fangelsi. Alvar Óskarsson, var dæmdur í sjö ára fangelsi. Guðbjarni Traustason var dæmdur í sjö ára og fimm mánaða fangelsi, Marinó Einar Árnason í fimm og hálfs árs fangelsi og Bjarni Hrafnkelsson, í átján mánaða fangelsi. Sá sjötti sem var ákærður í málinu var dæmdur í eins árs skilorðsbundið fangelsi. Samtals voru mennirnir því dæmdir í ríflega 32 ára fangelsi. Samkvæmt niðurstöðu héraðsdóms þótti sannað með játningu Alvars, Einars Jökuls, Guðbjarna og Marinós Einars að þeir stóðu saman að fíkniefnainnflutningnum. Þáttur hvers hinna dæmdu í skipulagningu og framkvæmd sameiginlegs brots er mjög misjafn. Einar Jökull játaði að hafa skipulagt innflutninginn. Guðbjarni og Alvar fluttu efnin yfir hafið á skútunni. Marinó Einar átti að taka á móti fíkniefnunum í Fáskrúðsfjarðarhöfn og Bjarni bjó um fíkniefnin í Kaupmannahöfn. Sá sjötti sem hafði tekið að sér að fela efnin á sumarbústaðalandi í Rangárvallasýslu var dæmdur á skilorði, en efnin komust aldrei í hendur hans. Auk ofangreindra refsinga var mönnunum sex gert að greiða á níundu milljón króna í málsvarnarlaun og sakarkostnað. Allir eiga hinir dæmdu brotaferil aða baki. Má þar nefna dóma fyrir fíkniefnabrot, líkamsárásir, þjófnaði og eignaspjöll. Hinir dæmdu hafa nú til skoðunar hvort þeir muni áfrýja dómum sínum til Hæstaréttar. Til þess hafa þeir fjórar vikur. jss@frettabladid.is
Pólstjörnumálið Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira