Augun opnuðust í Kína Ritstjórn skrifar 28. febrúar 2008 06:30 Arnar Steinn Þorsteinsson heillaðist af hinum mörgu skólum kínverskrar matargerðar þegar hann stundaði háskólanám í borginni Guang Zhou og sækir nú helst í sterkan mat. fréttablaðið/stefán Arnar Steinn Þorsteinsson stundaði háskólanám í kínversku í borginni Guang Zhou í suðurhluta Kína. Hann segir augu sín hafa opnast fyrir matargerð á þeim tíma. Arnar er með B.A.-gráðu í kínversku en hana fékk hann frá háskóla í borginni Guang Zhou. „Það er mjög mikil matarmenning þar og borgin er nokkurs konar matarhöfuðborg Kína í hugum margra þó það megi auðvitað deila um það,“ segir Arnar. „Þarna er ekki bara að finna kantónskan mat heldur alla skólana innan kínverskrar matargerðar og annan asískan mat líka. Svo var ekki verra að veitingastaðirnir voru oft opnir allan sólarhringinn. Ég held að metið mitt hafi verið að fara fjórum sinnum út að borða á einum sólarhring, að morgni, í hádeginu, um kvöldið og svo eftir tjútt,“ útskýrir Arnar og hlær við. Hann segir það einmitt reginmisskilning að eitthvað sé til sem heiti kínverskur matur. „Það eru svo margir skólar í matargerðinni en svo er þetta allt sett undir einn hatt. Veitingastaðir í Kína eru yfirleitt svæðisbundnir og það er oft munur á milli héraða,“ útskýrir hann. Arnar segist hafa uppgötvað sterkan mat við flutninginn til Kína og sækir nú að mestu leyti í hann. Szechuan-piparinn, sem er að finna í uppskriftinni, er einmitt í sterkara lagi. „Ef maður bítur í kornið dofnar munnurinn svolítið. En það er vel hægt að nota kóríander í staðinn eða sleppa því bara að bíta í hann,“ bendir Arnar á. Mapu tofu 500 g stinnt tofu 250 g svínahakk 1 msk soja sósa klípa af maíssterkju 2 grænir laukar, t.d. vorlaukur 1 hvítlauksgeiri 2 msk. olía til steikingar 2 msk. svartbaunasósa ½ tsk. chili-þykkni ½ tsk. hvítlauksmauk 2 msk. vatn eða kjúklingakraftur 1 tsk szechuan-piparkorn eða mulinn, þurrkaður kóríander Látið vökvann renna af tofu-inu og skerið í mátulega stóra kubba. Leggið hakkið í löginn í u.þ.b. 20 mínútur. Skolið græna laukinn og skerið skáhallt í 3 cm bita. Brytjið hvítlaukinn smátt. Hitið wokpönnuna á meðalháum hita. Bætið olíu á pönnuna. Þegar olían er orðin heit er bætt við chiliþykkni og hvítlauk og steikið þar til ilmar, á að giska 30 sek. Bætið hakkinu við og steikið þar til hakkið er nokkurn veginn eldað í gegn. Lækkið niður í miðlungshita og bætið svartbaunasósu og tofu-kubbum á pönnuna. Látið krauma við miðlungshita þar til tofu-ið er brúnað, u.þ.b. 8-10 mín. Bætið við vatni/kjúklingakrafti eins og þörf er á. Sáldrið szechuan-piparkornum eða kóríander og græna lauknum yfir réttinn rétt áður en hann er borinn fram. Berist fram með gufusoðnu grænmeti og hrísgrjónum. Það má sáldra hvítlauk yfir grænmetið við gufusuðuna ef vill. Kína Svínakjöt Tófú Uppskriftir Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið
Arnar Steinn Þorsteinsson stundaði háskólanám í kínversku í borginni Guang Zhou í suðurhluta Kína. Hann segir augu sín hafa opnast fyrir matargerð á þeim tíma. Arnar er með B.A.-gráðu í kínversku en hana fékk hann frá háskóla í borginni Guang Zhou. „Það er mjög mikil matarmenning þar og borgin er nokkurs konar matarhöfuðborg Kína í hugum margra þó það megi auðvitað deila um það,“ segir Arnar. „Þarna er ekki bara að finna kantónskan mat heldur alla skólana innan kínverskrar matargerðar og annan asískan mat líka. Svo var ekki verra að veitingastaðirnir voru oft opnir allan sólarhringinn. Ég held að metið mitt hafi verið að fara fjórum sinnum út að borða á einum sólarhring, að morgni, í hádeginu, um kvöldið og svo eftir tjútt,“ útskýrir Arnar og hlær við. Hann segir það einmitt reginmisskilning að eitthvað sé til sem heiti kínverskur matur. „Það eru svo margir skólar í matargerðinni en svo er þetta allt sett undir einn hatt. Veitingastaðir í Kína eru yfirleitt svæðisbundnir og það er oft munur á milli héraða,“ útskýrir hann. Arnar segist hafa uppgötvað sterkan mat við flutninginn til Kína og sækir nú að mestu leyti í hann. Szechuan-piparinn, sem er að finna í uppskriftinni, er einmitt í sterkara lagi. „Ef maður bítur í kornið dofnar munnurinn svolítið. En það er vel hægt að nota kóríander í staðinn eða sleppa því bara að bíta í hann,“ bendir Arnar á. Mapu tofu 500 g stinnt tofu 250 g svínahakk 1 msk soja sósa klípa af maíssterkju 2 grænir laukar, t.d. vorlaukur 1 hvítlauksgeiri 2 msk. olía til steikingar 2 msk. svartbaunasósa ½ tsk. chili-þykkni ½ tsk. hvítlauksmauk 2 msk. vatn eða kjúklingakraftur 1 tsk szechuan-piparkorn eða mulinn, þurrkaður kóríander Látið vökvann renna af tofu-inu og skerið í mátulega stóra kubba. Leggið hakkið í löginn í u.þ.b. 20 mínútur. Skolið græna laukinn og skerið skáhallt í 3 cm bita. Brytjið hvítlaukinn smátt. Hitið wokpönnuna á meðalháum hita. Bætið olíu á pönnuna. Þegar olían er orðin heit er bætt við chiliþykkni og hvítlauk og steikið þar til ilmar, á að giska 30 sek. Bætið hakkinu við og steikið þar til hakkið er nokkurn veginn eldað í gegn. Lækkið niður í miðlungshita og bætið svartbaunasósu og tofu-kubbum á pönnuna. Látið krauma við miðlungshita þar til tofu-ið er brúnað, u.þ.b. 8-10 mín. Bætið við vatni/kjúklingakrafti eins og þörf er á. Sáldrið szechuan-piparkornum eða kóríander og græna lauknum yfir réttinn rétt áður en hann er borinn fram. Berist fram með gufusoðnu grænmeti og hrísgrjónum. Það má sáldra hvítlauk yfir grænmetið við gufusuðuna ef vill.
Kína Svínakjöt Tófú Uppskriftir Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið