Heimsendir Dr. Gunni skrifar 6. mars 2008 06:00 Ég las það á ábyrgum stað á alnetinu að heimsendir verði árið 2028. Þá verður Evrópa orðin jafn lífvana og eyðimörkin í Sahara og fárveður geisa stanslaust um allan heim. Við höfum níðst of mikið á umhverfinu til að hægt sé að snúa við á þessari leið til glötunar. Að hugsa sér allar auglýsingarnar um kolefnisjöfnunina sem greinilega fóru til algjörs spillis. Kínverjar og alls konar lið sem áratugum saman var bláfátækt í kínamussum á reiðhjólum er ekki síst að steypa okkur í glötun með þeirri frekju að vilja lífinu jafn undursamlega til fulls og við. Nú vafrar það um með kortin sín í Kringlum Kína, löngu búið að svissa á hjólunum og bensínhákum. Hvað er að þessu liði? Veit það ekki hvað það er að gera jörðinni? Mér sýndist herra forseti vor taka undir heimsendaspárnar á bændaþingi. Við verðum að tryggja innlenda framleiðslu því annars förumst við öll úr hungri þegar hvorki skip né flugvélar komast hingað vegna fárveðursins með mat handa okkur. Á meðan við bíðum eftir heimsenda, hnípin saman í litlum hópum til að halda á okkur hita, fáum við því að gogga í okkur kjúklingabringur á 3.000 kall kílóið og sveppi á 40 kall stykkið - eða hvað það verður á endanum. Vá, frábært. Heimsendaspáin kemur í kjölfar hörmungafrétta af markaðinum. Eins og allir vissu allan tímann var hin mikla útrás ekkert nema fallega málað pappaspjald og auðlegðin helst byggð á því að slá lán í erlendum bönkum og okra á íslenskum almenningi í gegnum okurvexti og kostnaðarokur. Nú streyma pólsku verkamennirnir heim á ný og maður getur keypt sér nýlegan pallbíl og fengið borgað með honum. Merkilegt hvað góðærið snerist fljótt í hallæri. Um leið og þeir böstuðu skútuna á Fáskrúðsfirði og landið varð kókaínlaust fór allt smám saman til fjandans. Ég er ekki að segja að hér á milli sé eitthvert orsakasamhengi - hamingjan hjálpi mér, nei! - en tímasetningin passar undarlega vel. Það eina góða sem ég sé við heimsenda árið 2028 er að bankanum tekst bara að hafa af mér 60 milljónir fyrir þetta 20 milljóna króna lán sem ég tók hjá honum en ekki 120 milljónir eins og ef ég myndi borga af láninu til 2048. Ha, ha, hí á þá! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dr. Gunni Mest lesið Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Ég las það á ábyrgum stað á alnetinu að heimsendir verði árið 2028. Þá verður Evrópa orðin jafn lífvana og eyðimörkin í Sahara og fárveður geisa stanslaust um allan heim. Við höfum níðst of mikið á umhverfinu til að hægt sé að snúa við á þessari leið til glötunar. Að hugsa sér allar auglýsingarnar um kolefnisjöfnunina sem greinilega fóru til algjörs spillis. Kínverjar og alls konar lið sem áratugum saman var bláfátækt í kínamussum á reiðhjólum er ekki síst að steypa okkur í glötun með þeirri frekju að vilja lífinu jafn undursamlega til fulls og við. Nú vafrar það um með kortin sín í Kringlum Kína, löngu búið að svissa á hjólunum og bensínhákum. Hvað er að þessu liði? Veit það ekki hvað það er að gera jörðinni? Mér sýndist herra forseti vor taka undir heimsendaspárnar á bændaþingi. Við verðum að tryggja innlenda framleiðslu því annars förumst við öll úr hungri þegar hvorki skip né flugvélar komast hingað vegna fárveðursins með mat handa okkur. Á meðan við bíðum eftir heimsenda, hnípin saman í litlum hópum til að halda á okkur hita, fáum við því að gogga í okkur kjúklingabringur á 3.000 kall kílóið og sveppi á 40 kall stykkið - eða hvað það verður á endanum. Vá, frábært. Heimsendaspáin kemur í kjölfar hörmungafrétta af markaðinum. Eins og allir vissu allan tímann var hin mikla útrás ekkert nema fallega málað pappaspjald og auðlegðin helst byggð á því að slá lán í erlendum bönkum og okra á íslenskum almenningi í gegnum okurvexti og kostnaðarokur. Nú streyma pólsku verkamennirnir heim á ný og maður getur keypt sér nýlegan pallbíl og fengið borgað með honum. Merkilegt hvað góðærið snerist fljótt í hallæri. Um leið og þeir böstuðu skútuna á Fáskrúðsfirði og landið varð kókaínlaust fór allt smám saman til fjandans. Ég er ekki að segja að hér á milli sé eitthvert orsakasamhengi - hamingjan hjálpi mér, nei! - en tímasetningin passar undarlega vel. Það eina góða sem ég sé við heimsenda árið 2028 er að bankanum tekst bara að hafa af mér 60 milljónir fyrir þetta 20 milljóna króna lán sem ég tók hjá honum en ekki 120 milljónir eins og ef ég myndi borga af láninu til 2048. Ha, ha, hí á þá!
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun