Efniviður framtíðar Þórhildur Elín Elínardóttir skrifar 19. mars 2008 06:00 Veröldin er gerð úr frumeindum, óteljandi mörgum lífseigum snifsum sem mynda allt efni sem er; jörð og loft, himin og haf, plöntur, dýr og okkur. Efnið er orka sem ekki eyðist heldur umbreytist í annað þegar hún sundrast. Ferlið tekur töluverðan tíma, en að lokum hafa frumeindirnar í einhverri mynd dreifst um alheiminn og orðið að öðru. Þannig eru allir menn að hluta til meðal annars gerðir úr frumeindum fólks sem safnaðist til mæðra sinna fyrir lifandis löngu. Sjálf kýs ég til dæmis að vera að dálitlu leyti búin til úr Hallgerði langbrók, Leonardo da Vinci og Kleópötru því það er svo hollt fyrir sjálfstraustið. Þetta með frumeindirnar gildir sama hverrar trúar fólk kann að vera, hvort sem menn vita sig eftir dauðann fara til himnaríkis eða ekki lengra en undir græna torfu. Í öllu falli umbreytist hinn efnislegi hluti okkar að lokum og myndar til dæmis það fólk sem á eftir kemur. Það er að segja ef það kemur. Því með sama áframhaldi leggjum við daglega grunninn að því að kynslóðir framtíðarinnar verði færri en annars hefði orðið, þó að sumir þráist við að viðurkenna eigin ábyrgðarskyldu. Vitaskuld er full ástæða til að hafa áhyggjur af efnahagsástandinu og íslensku krónunni, en trúlega er veröldinni mun meiri hætta búin af mengun og loftslagsbreytingum. Umhverfisvitundin er ennþá mun fallegri í auglýsingum en raunverulega lífinu þar sem svo óendanlega mörg önnur verkefni æpa og veina á tafarlausa athygli. Heimurinn hefur líka komist svo prýðilega af hingað til án allra tískuorða eins og kolefnisjöfnunar sem enginn man hvort eð er hvað þýðir. Þetta hlýtur að reddast áfram, er það ekki? Var ekki líka einhver að segja að bráðnun jöklanna stafaði bara af náttúrulegum hitasveiflum? Það er óþægilegt að hugsa mikið um stóru vandamálin. Þau eiga það nefnilega sameiginlegt að vera flókin úrlausnar og krefjast þátttöku fjöldans. Fyrsta skrefið er samt alveg hægt að taka upp á eigin spýtur og felst einfaldlega í því að taka afstöðu. Hver og einn getur alveg örugglega lagt sína litlu teskeiðarfylli af mörkum án þess að umbylta tilverunni. Því meðan klukkan tifar halda höfin annars áfram að fyllast af rusli og jöklarnir að bráðna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórhildur Elín Elínardóttir Mest lesið Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Veröldin er gerð úr frumeindum, óteljandi mörgum lífseigum snifsum sem mynda allt efni sem er; jörð og loft, himin og haf, plöntur, dýr og okkur. Efnið er orka sem ekki eyðist heldur umbreytist í annað þegar hún sundrast. Ferlið tekur töluverðan tíma, en að lokum hafa frumeindirnar í einhverri mynd dreifst um alheiminn og orðið að öðru. Þannig eru allir menn að hluta til meðal annars gerðir úr frumeindum fólks sem safnaðist til mæðra sinna fyrir lifandis löngu. Sjálf kýs ég til dæmis að vera að dálitlu leyti búin til úr Hallgerði langbrók, Leonardo da Vinci og Kleópötru því það er svo hollt fyrir sjálfstraustið. Þetta með frumeindirnar gildir sama hverrar trúar fólk kann að vera, hvort sem menn vita sig eftir dauðann fara til himnaríkis eða ekki lengra en undir græna torfu. Í öllu falli umbreytist hinn efnislegi hluti okkar að lokum og myndar til dæmis það fólk sem á eftir kemur. Það er að segja ef það kemur. Því með sama áframhaldi leggjum við daglega grunninn að því að kynslóðir framtíðarinnar verði færri en annars hefði orðið, þó að sumir þráist við að viðurkenna eigin ábyrgðarskyldu. Vitaskuld er full ástæða til að hafa áhyggjur af efnahagsástandinu og íslensku krónunni, en trúlega er veröldinni mun meiri hætta búin af mengun og loftslagsbreytingum. Umhverfisvitundin er ennþá mun fallegri í auglýsingum en raunverulega lífinu þar sem svo óendanlega mörg önnur verkefni æpa og veina á tafarlausa athygli. Heimurinn hefur líka komist svo prýðilega af hingað til án allra tískuorða eins og kolefnisjöfnunar sem enginn man hvort eð er hvað þýðir. Þetta hlýtur að reddast áfram, er það ekki? Var ekki líka einhver að segja að bráðnun jöklanna stafaði bara af náttúrulegum hitasveiflum? Það er óþægilegt að hugsa mikið um stóru vandamálin. Þau eiga það nefnilega sameiginlegt að vera flókin úrlausnar og krefjast þátttöku fjöldans. Fyrsta skrefið er samt alveg hægt að taka upp á eigin spýtur og felst einfaldlega í því að taka afstöðu. Hver og einn getur alveg örugglega lagt sína litlu teskeiðarfylli af mörkum án þess að umbylta tilverunni. Því meðan klukkan tifar halda höfin annars áfram að fyllast af rusli og jöklarnir að bráðna.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun