Bati Dr. Gunni skrifar 3. apríl 2008 06:00 Einu sinni á miðju fylliríi fékk vinur minn hugmynd. Hann hafði reyndar verið að pæla í þessu lengi en fékk snögglega vitrun: Strákar, sparkiði í rassinn á mér! sagði hann æstur, beygði sig niður og setti rassinn út í loftið. Hvað meinarðu!? spurðum við hinir hissa. Það er fátt betra en að vera í bata, útskýrði vinurinn. Að vera frískur er bara eitthvað sem manni er sama um og hugsar ekkert út í, en verði maður veikur kann maður að meta heilsuna og fyllist lífslöngun og gleði þegar manni fer að batna. Þess vegna vil ég að þið sparkið í rassinn á mér. Það er vont fyrst en svo fyllist ég lífshamingju í réttu hlutfalli við það þegar verkurinn hverfur. Jæja þá, ókei, sögðum við og spörkuðum í rassinn á honum. Svona voru nú partíin einu sinni. Mér datt þessi saga í hug nú þegar hin hræðilega kreppa hefur varað í rúmlega tvær vikur. Kannski er það bara Pollýanna sem talar, en mér líður frábærlega undir hinum endalausa hörmungarsöng og harmkvælum. Mér finnst þetta satt að segja miklu skemmtilegri tíð en þegar það skall á okkur daglega að Blablabanki hefði grætt þúsund trilljónir fyrir hádegi og einhver trillinn hefði gert eitthvað geðveikt við aurinn sinn. Lamandi lífleysi, mannlaus torg og almennur doði eru helstu einkenni íslensks mannlífs en nú er allavega smá líf í tuskunum. Brjálaðir vörubílakallar teppa hraðbrautir og óþekktir samverjar mála yfir krot í miðbænum. Flestir eru sammála vörubílaköllunum og hanga þolinmóðir í teppunni. Það er búið að dúndra jafnt í rassgatið á öllum og nú er bara að bíða eftir að verkurinn líði smám saman úr afturendanum. Í glimrandi góðæri liggja allir á andlegri meltunni, vömbin vellandi úr fráhnepptum buxnastrengnum, heilastarfsemin lömuð af súkkulaði. Úttroðinn maður gerir ekkert nema blása úr nös og teygja sig eftir enn einni sneið af tertunni. Stuðið býr hins vegar í kreppunni. Svangur maður er til alls vís, neyðin kennir naktri konu að spinna og allt það. Auðvitað þarf að hafa kreppuna innan gæsalappa því okkar svokallaða kreppa er bara sykurhúðað millibilsástand og ekkert í ætt við alvöru harðindi. Já, Pollýanna mín. En allavega: Góðærið er diskó, kreppan er pönk og í batanum felst hamingjan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dr. Gunni Mest lesið Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun
Einu sinni á miðju fylliríi fékk vinur minn hugmynd. Hann hafði reyndar verið að pæla í þessu lengi en fékk snögglega vitrun: Strákar, sparkiði í rassinn á mér! sagði hann æstur, beygði sig niður og setti rassinn út í loftið. Hvað meinarðu!? spurðum við hinir hissa. Það er fátt betra en að vera í bata, útskýrði vinurinn. Að vera frískur er bara eitthvað sem manni er sama um og hugsar ekkert út í, en verði maður veikur kann maður að meta heilsuna og fyllist lífslöngun og gleði þegar manni fer að batna. Þess vegna vil ég að þið sparkið í rassinn á mér. Það er vont fyrst en svo fyllist ég lífshamingju í réttu hlutfalli við það þegar verkurinn hverfur. Jæja þá, ókei, sögðum við og spörkuðum í rassinn á honum. Svona voru nú partíin einu sinni. Mér datt þessi saga í hug nú þegar hin hræðilega kreppa hefur varað í rúmlega tvær vikur. Kannski er það bara Pollýanna sem talar, en mér líður frábærlega undir hinum endalausa hörmungarsöng og harmkvælum. Mér finnst þetta satt að segja miklu skemmtilegri tíð en þegar það skall á okkur daglega að Blablabanki hefði grætt þúsund trilljónir fyrir hádegi og einhver trillinn hefði gert eitthvað geðveikt við aurinn sinn. Lamandi lífleysi, mannlaus torg og almennur doði eru helstu einkenni íslensks mannlífs en nú er allavega smá líf í tuskunum. Brjálaðir vörubílakallar teppa hraðbrautir og óþekktir samverjar mála yfir krot í miðbænum. Flestir eru sammála vörubílaköllunum og hanga þolinmóðir í teppunni. Það er búið að dúndra jafnt í rassgatið á öllum og nú er bara að bíða eftir að verkurinn líði smám saman úr afturendanum. Í glimrandi góðæri liggja allir á andlegri meltunni, vömbin vellandi úr fráhnepptum buxnastrengnum, heilastarfsemin lömuð af súkkulaði. Úttroðinn maður gerir ekkert nema blása úr nös og teygja sig eftir enn einni sneið af tertunni. Stuðið býr hins vegar í kreppunni. Svangur maður er til alls vís, neyðin kennir naktri konu að spinna og allt það. Auðvitað þarf að hafa kreppuna innan gæsalappa því okkar svokallaða kreppa er bara sykurhúðað millibilsástand og ekkert í ætt við alvöru harðindi. Já, Pollýanna mín. En allavega: Góðærið er diskó, kreppan er pönk og í batanum felst hamingjan.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun