Engan bölmóð! Hannes Hólmsteinn Gissurarson skrifar 4. apríl 2008 06:00 Skjótt skipast veður í lofti. Fyrir ári voru Íslendingar fullir bjartsýni og fjárfestu af miklum móð hér sem annars staðar. Nú heyrast andvörp úr öllum áttum. Hvort tveggja er óskynsamlegt. Menn eiga að vona hið besta, um leið og þeir hljóta að vera búnir við hinu versta. Þeir mega með öðrum orðum aldrei missa vonina. Með því að mála skrattann á vegginn kemur hann áreiðanlega. Íslenskt atvinnulíf heilbrigt@Megin-Ol Idag 8,3p :Evrópuútgáfa Wall Street Journal birti á dögunum eftir mig grein, þar sem ég benti á, að íslenskt atvinnulíf er í aðalatriðum heilbrigt og öflugt. Í fyrsta lagi hefur íslenska ríkið greitt upp skuldir sínar. Þær námu 32,7% af vergri landsframleiðslu 1994, en nú 3,8%, og á móti þeirri lágu upphæð stendur gjaldeyrisforði Seðlabankans, svo að segja má, að íslenska ríkið sé skuldlaust.Í öðru lagi hefur hagur útflutningsatvinnugreinanna vænkast mjög síðustu vikur og mánuði. Fiskur og ál eru í háu verði erlendis, og seljendur þessarar vöru njóta eins og ferðaþjónustan góðs af því, að gengi krónunnar er ekki eins hátt og áður.Í þriðja lagi hefur myndast nýtt fjármagn hér hin síðari ár, dautt fjármagn orðið kvikt, eins og ég hef orðað það eftir hinum kunna rithöfundi Hernando de Soto frá Perú, en bók hans, Leyndardómar fjármagnsins, hefur komið út á íslensku.Nýtt fjármagnHér er annars vegar um að ræða fiskistofnana. Ein meginsetning auðlindahagfræðinnar er, að eigendalausar auðlindir, sem ókeypis aðgangur er að, eru ofnýttar, svo að ekki myndast neinn hagnaður af þeim. Þetta átti við um fiskistofnana á Íslandsmiðum fyrr á árum. Hugsanlegur hagnaður af þeim fór í súginn í of miklum sóknarkostnaði. En eftir að framseljanlegum aflakvótum var úthlutað, hefur þetta breyst. Nú er þetta orðið skrásett, framseljanlegt, skiptanlegt og veðhæft fjármagn.Hins vegar er um að ræða ýmis opinber eða hálfopinber fyrirtæki, sem seld voru einkaaðilum síðustu sextán ár. Áður voru þau eigendalaus. Þetta var fé án hirðis, eins og Pétur Blöndal kallaði það. En um leið og þau komust í hendur einkaaðila, varð til skrásett, framseljanlegt, skiptanlegt og veðhæft fjármagn. Þessi fyrirtæki tóku að ganga kaupum og sölum, og í slíkum viðskiptum varð til hagkvæmasta samsetning fjármagnsins. Stundum borgar sig að sameina fyrirtæki, stundum að skipta þeim upp, en þetta er allt torvelt, þegar þau eru eigendalaus. Frjáls viðskipti með fjármagn tryggja hina lífrænu þróun kapítalismans (sem Jósep Schumpeter kallaði tortímandi sköpun).Öflugir lífeyrissjóðirÞriðja uppspretta hins nýja fjármagns á Íslandi er lífeyrissjóðirnir. Heildareignir þeirra nema nú um 133% af landsframleiðslu. Það er hærra hlutfall en annars staðar í heiminum, en næstir okkur koma Hollendingar. Þetta tryggir ekki aðeins betri hag ellilífeyrisþega, þegar fram í sækir, heldur er þetta stórkostleg upphleðsla fjármagns.Stundum er því haldið fram, að Íslendingar séu fram úr hófi eyðslusamir. En ég held, að eyðslusemi okkar sé skynsamlegri en virðast kann í fyrstu, vegna þess að ósýnilegur sparnaður okkar er svo miklu meiri en margra annarra þjóða, jafnt með háum greiðslum í lífeyrissjóði og afborgunum af eigin húsnæði. Aðrar þjóðir eru sparsamari á ráðstöfunarfé sitt, af því að þær mynda ekki eins miklar eignir, hvorki í lífeyrissjóðum né eigin húsnæði.Öll él styttir uppÞótt nú hafi blásið á móti um skeið, eiga Íslendingar því ekki að fyllast bölmóði. Öll él styttir upp um síðir. Undirstöður atvinnulífsins eru traustar og stöðugleiki í stjórnmálum.Ríkisstjórnin þarf að halda áfram á þeirri braut, sem hefur gefist best síðustu sautján árin, að auka svigrúm einstaklinga, lækka skatta, selja ríkisfyrirtæki og fjölga tækifærum venjulegs fólks til að brjótast úr fátækt til bjargálna. Jafnframt er nauðsynlegt, að Seðlabankinn verði áfram öflugur bakhjarl viðskiptabankanna, sem vaxið hafa hratt hin síðari ár. Við skulum draga rétta lærdóma af þeirri fjármálakreppu, sem herjað hefur í heiminum síðasta misserið. En dýrmætasta eign okkar er vonin, - vonin um betri tíð með blóm í haga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hannes Hólmsteinn Gissurarson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun
Skjótt skipast veður í lofti. Fyrir ári voru Íslendingar fullir bjartsýni og fjárfestu af miklum móð hér sem annars staðar. Nú heyrast andvörp úr öllum áttum. Hvort tveggja er óskynsamlegt. Menn eiga að vona hið besta, um leið og þeir hljóta að vera búnir við hinu versta. Þeir mega með öðrum orðum aldrei missa vonina. Með því að mála skrattann á vegginn kemur hann áreiðanlega. Íslenskt atvinnulíf heilbrigt@Megin-Ol Idag 8,3p :Evrópuútgáfa Wall Street Journal birti á dögunum eftir mig grein, þar sem ég benti á, að íslenskt atvinnulíf er í aðalatriðum heilbrigt og öflugt. Í fyrsta lagi hefur íslenska ríkið greitt upp skuldir sínar. Þær námu 32,7% af vergri landsframleiðslu 1994, en nú 3,8%, og á móti þeirri lágu upphæð stendur gjaldeyrisforði Seðlabankans, svo að segja má, að íslenska ríkið sé skuldlaust.Í öðru lagi hefur hagur útflutningsatvinnugreinanna vænkast mjög síðustu vikur og mánuði. Fiskur og ál eru í háu verði erlendis, og seljendur þessarar vöru njóta eins og ferðaþjónustan góðs af því, að gengi krónunnar er ekki eins hátt og áður.Í þriðja lagi hefur myndast nýtt fjármagn hér hin síðari ár, dautt fjármagn orðið kvikt, eins og ég hef orðað það eftir hinum kunna rithöfundi Hernando de Soto frá Perú, en bók hans, Leyndardómar fjármagnsins, hefur komið út á íslensku.Nýtt fjármagnHér er annars vegar um að ræða fiskistofnana. Ein meginsetning auðlindahagfræðinnar er, að eigendalausar auðlindir, sem ókeypis aðgangur er að, eru ofnýttar, svo að ekki myndast neinn hagnaður af þeim. Þetta átti við um fiskistofnana á Íslandsmiðum fyrr á árum. Hugsanlegur hagnaður af þeim fór í súginn í of miklum sóknarkostnaði. En eftir að framseljanlegum aflakvótum var úthlutað, hefur þetta breyst. Nú er þetta orðið skrásett, framseljanlegt, skiptanlegt og veðhæft fjármagn.Hins vegar er um að ræða ýmis opinber eða hálfopinber fyrirtæki, sem seld voru einkaaðilum síðustu sextán ár. Áður voru þau eigendalaus. Þetta var fé án hirðis, eins og Pétur Blöndal kallaði það. En um leið og þau komust í hendur einkaaðila, varð til skrásett, framseljanlegt, skiptanlegt og veðhæft fjármagn. Þessi fyrirtæki tóku að ganga kaupum og sölum, og í slíkum viðskiptum varð til hagkvæmasta samsetning fjármagnsins. Stundum borgar sig að sameina fyrirtæki, stundum að skipta þeim upp, en þetta er allt torvelt, þegar þau eru eigendalaus. Frjáls viðskipti með fjármagn tryggja hina lífrænu þróun kapítalismans (sem Jósep Schumpeter kallaði tortímandi sköpun).Öflugir lífeyrissjóðirÞriðja uppspretta hins nýja fjármagns á Íslandi er lífeyrissjóðirnir. Heildareignir þeirra nema nú um 133% af landsframleiðslu. Það er hærra hlutfall en annars staðar í heiminum, en næstir okkur koma Hollendingar. Þetta tryggir ekki aðeins betri hag ellilífeyrisþega, þegar fram í sækir, heldur er þetta stórkostleg upphleðsla fjármagns.Stundum er því haldið fram, að Íslendingar séu fram úr hófi eyðslusamir. En ég held, að eyðslusemi okkar sé skynsamlegri en virðast kann í fyrstu, vegna þess að ósýnilegur sparnaður okkar er svo miklu meiri en margra annarra þjóða, jafnt með háum greiðslum í lífeyrissjóði og afborgunum af eigin húsnæði. Aðrar þjóðir eru sparsamari á ráðstöfunarfé sitt, af því að þær mynda ekki eins miklar eignir, hvorki í lífeyrissjóðum né eigin húsnæði.Öll él styttir uppÞótt nú hafi blásið á móti um skeið, eiga Íslendingar því ekki að fyllast bölmóði. Öll él styttir upp um síðir. Undirstöður atvinnulífsins eru traustar og stöðugleiki í stjórnmálum.Ríkisstjórnin þarf að halda áfram á þeirri braut, sem hefur gefist best síðustu sautján árin, að auka svigrúm einstaklinga, lækka skatta, selja ríkisfyrirtæki og fjölga tækifærum venjulegs fólks til að brjótast úr fátækt til bjargálna. Jafnframt er nauðsynlegt, að Seðlabankinn verði áfram öflugur bakhjarl viðskiptabankanna, sem vaxið hafa hratt hin síðari ár. Við skulum draga rétta lærdóma af þeirri fjármálakreppu, sem herjað hefur í heiminum síðasta misserið. En dýrmætasta eign okkar er vonin, - vonin um betri tíð með blóm í haga.