Hver er loddarinn? Árni Finnsson skrifar 8. apríl 2008 05:00 Undanfarin misseri hefur hinn kunni fjölmiðlamaður, Egill Helgason, tekið undir með öfgahægrimönnum á Íslandi og í Bandaríkjunum um að vísindalegar niðurstöður um loftslagsbreytingar séu fyrst og fremst dómsdagsspár og svartagallsraus. Þegar tilkynnt var að Al Gore og loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna (IPCC) fengju friðarverðlaun Nóbels brá Egill á það ráð að kalla til Hannes Hólmstein Gissurarson til að setja sjónvarpsáhorfendur inn í þessa umræðu og má nærri geta að þar voru Gore ekki vandaðar kveðjurnar. Nú þegar Gore er væntanlegur til landsins, kallar Egill svo á Glúm Jón Björnsson sem hefur lengi verið í fararbroddi afneitunarsinna til að sannfæra sjálfan sig um að Gore væri bara „alarmisti" í loftslagsmálum. Egill hefur mikla andúð á meintum alarmistum nema þegar hann sjálfur fjallar um íslamista - þá dregur hann ekki af sér. Glúmur Jón gat þó varla nefnt nokkuð um málflutning Al Gore sem ekki væri sannleikanum samkvæmt en tókst þó að finna eitt atriði sem ekki er að finna í nýjustu skýrslu IPCC, sem deildi Nóbelsverðlaununum með Gore. Ástæðan er einföld, í mynd Gore, „Óþægilegur sannleikur", eru teknar með nýjustu vísindarannsóknir sem ekki hafa enn verið teknar fyrir af hálfu IPCC. Hið ánægjulega er þó að Glúmur Jón er farinn að leggja trúnað á IPCC, sem kvað upp úr með það í fyrra að ótvírætt sé að loftslagsbreytingar eigi sér nú stað og að yfirgnæfandi (yfir 90%) líkur séu á að þær séu af mannavöldum. Nýlega gaf The Union of Concerned Scientists út skýrslu um hvernig Exxon Mobil hefði tekist að hafa áhrif á umræðuna vestra um loftslagsbreytingar með keyptum vísindum, „Tobacco Science" er þetta kallað því það minnir á vísindi sem tóbaksfyrirtæki keyptu til að afneita tengslum reykinga og ýmissa sjúkdóma. Skýrsluna má lesa á vefsíðu þessara samtaka, Það eru einungis áhangendur þessara fræða sem Egill kallar til þegar hann vill ræða loftslagsbreytingar. Hver er þá loddarinn?Höfundur er formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Finnsson Mest lesið Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Sjá meira
Undanfarin misseri hefur hinn kunni fjölmiðlamaður, Egill Helgason, tekið undir með öfgahægrimönnum á Íslandi og í Bandaríkjunum um að vísindalegar niðurstöður um loftslagsbreytingar séu fyrst og fremst dómsdagsspár og svartagallsraus. Þegar tilkynnt var að Al Gore og loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna (IPCC) fengju friðarverðlaun Nóbels brá Egill á það ráð að kalla til Hannes Hólmstein Gissurarson til að setja sjónvarpsáhorfendur inn í þessa umræðu og má nærri geta að þar voru Gore ekki vandaðar kveðjurnar. Nú þegar Gore er væntanlegur til landsins, kallar Egill svo á Glúm Jón Björnsson sem hefur lengi verið í fararbroddi afneitunarsinna til að sannfæra sjálfan sig um að Gore væri bara „alarmisti" í loftslagsmálum. Egill hefur mikla andúð á meintum alarmistum nema þegar hann sjálfur fjallar um íslamista - þá dregur hann ekki af sér. Glúmur Jón gat þó varla nefnt nokkuð um málflutning Al Gore sem ekki væri sannleikanum samkvæmt en tókst þó að finna eitt atriði sem ekki er að finna í nýjustu skýrslu IPCC, sem deildi Nóbelsverðlaununum með Gore. Ástæðan er einföld, í mynd Gore, „Óþægilegur sannleikur", eru teknar með nýjustu vísindarannsóknir sem ekki hafa enn verið teknar fyrir af hálfu IPCC. Hið ánægjulega er þó að Glúmur Jón er farinn að leggja trúnað á IPCC, sem kvað upp úr með það í fyrra að ótvírætt sé að loftslagsbreytingar eigi sér nú stað og að yfirgnæfandi (yfir 90%) líkur séu á að þær séu af mannavöldum. Nýlega gaf The Union of Concerned Scientists út skýrslu um hvernig Exxon Mobil hefði tekist að hafa áhrif á umræðuna vestra um loftslagsbreytingar með keyptum vísindum, „Tobacco Science" er þetta kallað því það minnir á vísindi sem tóbaksfyrirtæki keyptu til að afneita tengslum reykinga og ýmissa sjúkdóma. Skýrsluna má lesa á vefsíðu þessara samtaka, Það eru einungis áhangendur þessara fræða sem Egill kallar til þegar hann vill ræða loftslagsbreytingar. Hver er þá loddarinn?Höfundur er formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands.
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar