Erlent

Til Íslands strákar

Óli Tynes skrifar
Úr stjórnstöðinni á Engels herflugvellinum í Rússlandi.
Úr stjórnstöðinni á Engels herflugvellinum í Rússlandi. MYND/AP

Það er aftur orðið líflegt á Engels herflugvellinum sem er um 700 kílómetra suðaustur af Moskvu. Hann lagðist í dvala eftir fall Sovétríkjanna.

En nú er björninn aftur kominn á kreik og stjórnstöðin á Engels hefur verið endurnýjuð og opnuð á nýjan leik.

Á flugvellinum eru meðal annars hinar risastóru Tu-160 kjarnorkusprengjuþotur rússneska flughersins.

Það eru stærstu og þyngstu hljóðfráu sprengjuþotur sem til eru í heiminum.

Þessar þotur eru einmitt farnar að sjást á íslenska loftvarnasvæðinu.

Tvær þeirra flugu framhjá landinu á dögunum á leið til Venesúela þar sem Hugó Chaves forseti tók á móti þeim glaður í bragði.

Þetta er í fyrsta skipti sem rússneskar sprengjuflugvélar hafa flogið niður til Suður-Ameríku síðan á árum kalda stríðsins.

Og Rússar ætla að bæta um betur. Fleiri sprengjuflugvélar og stór flotadeild verður send til Venesúela á næstunni, til æfinga með herafla þvísa lands.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×