Guðmundur: Höfum æft stíft Elvar Geir Magnússon skrifar 16. júlí 2008 17:45 Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari og Óskar Bjarni Óskarsson aðstoðarmaður hans. Íslenska handboltalandsliðið er nú að undirbúa sig fyrir Ólympíuleikana í ágúst. Blaðamannafundur var haldinn í Framheimilinu í dag, rétt áður en íslenski hópurinn skellti sér á æfingu. Framundan eru leikir um helgina gegn Spánverjum. „Undirbúningurinn hófst í síðustu viku og við erum búnir að taka vel á því og æfa stíft. Núna erum við komnir á þann punkt að við erum að færa okkur meira yfir í taktík fyrir þessa leiki. Við megum samt ekki slaka of mikið niður, við verðum að halda ákveðnu tempói," sagði Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, í samtali við Vísi. Guðmundur er sáttur við hvernig undirbúningnum er háttað. „Auðvitað vill þjálfarinn alltaf hafa undirbúninginn aðeins lengri en það verður ekki bæði sleppt og haldið. Við vorum í erfiðum forkeppnum og eftir þær þurfa leikmennirnir auðvitað að fá eitthvað frí. Þetta var lendingin og við skulum segja það að þetta sé eins og þetta á að vera." En í hvað ætlar Guðmundur að nýta komandi leiki gegn Spáni? „Ég ætla að nýta þá meðal annars í sóknaratriði, þeir spila mikið 5-1 vörn en eiga það til að fara í 6-0 líka. Við verðum bara að æfa okkur á móti því. Við mætum Rússum í fyrsta leik á Ólympíuleikunum og þeir spila ekki ósvipað og Spánverjarnir," sagði Guðmundur. „Spánverjar hafa gríðarlega öflugar skyttur, eru með menn sem geta skotið langt fyrir aftan punktalínu og eru fljótir. Þeir eru með mjög þunga og erfiða línumenn sem við lentum í basli með í síðasta leik og þurfum að bæta það. Ég verð líka að gefa mönnum tækifæri og sjá hvaða samsetning á liði kemur best út. Það er ekkert búið að ákveða í þeim efnum enn." Ástandið í hópnum er gott þó Róbert Gunnarsson eigi við einhver meiðsli að stríða. „Það eru smávægileg meiðsli hjá Róberti, hann er tognaður í kálfa. Hann er búinn að taka tveggja daga hvíld og ég hef ekkert miklar áhyggjur af hans meiðslum," sagði Guðmundur en tilhlökkun fyrir Ólympíuleikana eykst í herbúðum liðsins með hverjum degi. „Það er mjög mikil tilhlökkun. Það er stórkostlegt tækifæri að fara á Ólympíuleikana. Við gerum okkur líka grein fyrir að það eru miklar kröfur gerðar til okkar og við viljum gera allt til að standa okkur." Olís-deild karla Tengdar fréttir Leikið við Spánverja á föstudag og laugardag Síðustu og einu heimaleikir íslenska handboltalandsliðsins fyrir Ólympíuleikana í Peking verða um helgina. Leikið verður gegn Spáni í Vodafone-höllinni á föstudagskvöld og laugardag. 16. júlí 2008 17:18 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Körfubolti Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Fótbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin af stað Sport Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Körfubolti Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Fleiri fréttir Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Sjá meira
Íslenska handboltalandsliðið er nú að undirbúa sig fyrir Ólympíuleikana í ágúst. Blaðamannafundur var haldinn í Framheimilinu í dag, rétt áður en íslenski hópurinn skellti sér á æfingu. Framundan eru leikir um helgina gegn Spánverjum. „Undirbúningurinn hófst í síðustu viku og við erum búnir að taka vel á því og æfa stíft. Núna erum við komnir á þann punkt að við erum að færa okkur meira yfir í taktík fyrir þessa leiki. Við megum samt ekki slaka of mikið niður, við verðum að halda ákveðnu tempói," sagði Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, í samtali við Vísi. Guðmundur er sáttur við hvernig undirbúningnum er háttað. „Auðvitað vill þjálfarinn alltaf hafa undirbúninginn aðeins lengri en það verður ekki bæði sleppt og haldið. Við vorum í erfiðum forkeppnum og eftir þær þurfa leikmennirnir auðvitað að fá eitthvað frí. Þetta var lendingin og við skulum segja það að þetta sé eins og þetta á að vera." En í hvað ætlar Guðmundur að nýta komandi leiki gegn Spáni? „Ég ætla að nýta þá meðal annars í sóknaratriði, þeir spila mikið 5-1 vörn en eiga það til að fara í 6-0 líka. Við verðum bara að æfa okkur á móti því. Við mætum Rússum í fyrsta leik á Ólympíuleikunum og þeir spila ekki ósvipað og Spánverjarnir," sagði Guðmundur. „Spánverjar hafa gríðarlega öflugar skyttur, eru með menn sem geta skotið langt fyrir aftan punktalínu og eru fljótir. Þeir eru með mjög þunga og erfiða línumenn sem við lentum í basli með í síðasta leik og þurfum að bæta það. Ég verð líka að gefa mönnum tækifæri og sjá hvaða samsetning á liði kemur best út. Það er ekkert búið að ákveða í þeim efnum enn." Ástandið í hópnum er gott þó Róbert Gunnarsson eigi við einhver meiðsli að stríða. „Það eru smávægileg meiðsli hjá Róberti, hann er tognaður í kálfa. Hann er búinn að taka tveggja daga hvíld og ég hef ekkert miklar áhyggjur af hans meiðslum," sagði Guðmundur en tilhlökkun fyrir Ólympíuleikana eykst í herbúðum liðsins með hverjum degi. „Það er mjög mikil tilhlökkun. Það er stórkostlegt tækifæri að fara á Ólympíuleikana. Við gerum okkur líka grein fyrir að það eru miklar kröfur gerðar til okkar og við viljum gera allt til að standa okkur."
Olís-deild karla Tengdar fréttir Leikið við Spánverja á föstudag og laugardag Síðustu og einu heimaleikir íslenska handboltalandsliðsins fyrir Ólympíuleikana í Peking verða um helgina. Leikið verður gegn Spáni í Vodafone-höllinni á föstudagskvöld og laugardag. 16. júlí 2008 17:18 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Körfubolti Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Fótbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin af stað Sport Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Körfubolti Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Fleiri fréttir Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Sjá meira
Leikið við Spánverja á föstudag og laugardag Síðustu og einu heimaleikir íslenska handboltalandsliðsins fyrir Ólympíuleikana í Peking verða um helgina. Leikið verður gegn Spáni í Vodafone-höllinni á föstudagskvöld og laugardag. 16. júlí 2008 17:18
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða