Gulur, rauður, grænn og blár Páll Baldvin Baldvinsson skrifar 9. ágúst 2008 08:02 Hundadagar eru dásamlegur tími. Það er tekið að rökkva, nóttin orðin dimm og hlý. Gróðurinn sæll í fullum vexti og mannfólkið tekið að búa sig undir haust eftir sumarannir. Við erum sólgin í birtuna en friðsælt er hauströkkrið, hlé á amstrinu sem við sköpum okkur. Og þá skella á Hinsegin dagar með látum og fagna hinu sérstæða sem er svo almennt því ekkert okkar guðsbarnanna er eins. Við komum í öllum stærðum eins og sagt er á enskri íslensku, alla vega á litinn, ekkert okkar fullkomið eins og endurreisnarmennirnir virtu í byggingum sínum: allar skyldu þær hafa einn galla, eina missmíð til sönnunar um ófullkomleika mannanna verka sem blasti svo víða við í sköpunarverki þess guðs sem þeir trúðu á. Hinsegin dagar eru hátíð okkar allra sökum þess að þar sjáum við dæmið á strætunum að menn geta breytt umhverfi sem er fjandsamlegt og öfugsnúið, fordómafullt og skaðlegt. Hinsegin dagar veita okkur tækifæri til að samfagna með samkynhneigðum að fáir sem voru útskúfaðir geta unnið sér virtan sess í samfélaginu, stoltir sagt upphátt: hér erum við. Hinsegin dagar hylla hið sérstæða í einstaklingnum og því hafa þeir unnið sér sess í mannlífi borgarinnar. Og verða um leið fordæmi okkur öllum, við erum ekki ein, við erum mörg, við erum saman. Bjartsýni, góður vilji og sterkur ásetningur getur fært okkur áfram til fegurra mannlífs. Víst getum við skoðað leiðir að því marki, deilt og þráttað en er lífið ekki þrátt fyrir allt andstreymi dásamlegt? Samtök samkynhneigðra hafa sýnt okkur að opin útrétt hönd er affarasælli í styrk sínum en hinn kreppti hnefi. Og á þessum tíma þegar sællífi vellystinga er að baki og bjartsýni er vikið burt fyrir svartsýnisspám eru Hinsegin dagar holl áminning um hvað getur tekist vel og orðið betra. Við ráðum við vanda ef við viljum það og höfum áræði til þess. Og okkur veitir meir af bjartsýni og áræði en svartagallsrausi, jafnvel þótt hátimbraðar áætlanir hrynji umhverfis okkur, kappið hafi leitt marga í ógöngur oflátungsháttar, athafnamenn hafi seilst of langt í sókn sinni eftir veraldlegum gróða, ekki kunnað fótum sínum forráð. Og því harðar er slegist um krónurnar sem minna er af þeim. Á hörðum tímum er mörgum leiðsagnar vant. Í göngu dagsins í höfuðborginni verður glens og dár, menn skipta um ham á björtum degi, dans verður stiginn í nótt. Hönd í hönd fara kynslóðir um stræti og torg. Dagurinn er bjartur. Erindið djarft: stöndum saman, höldum hátíð. Fögnum lífinu. Látum okkur falla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Páll Baldvin Baldvinsson Mest lesið Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson Skoðun
Hundadagar eru dásamlegur tími. Það er tekið að rökkva, nóttin orðin dimm og hlý. Gróðurinn sæll í fullum vexti og mannfólkið tekið að búa sig undir haust eftir sumarannir. Við erum sólgin í birtuna en friðsælt er hauströkkrið, hlé á amstrinu sem við sköpum okkur. Og þá skella á Hinsegin dagar með látum og fagna hinu sérstæða sem er svo almennt því ekkert okkar guðsbarnanna er eins. Við komum í öllum stærðum eins og sagt er á enskri íslensku, alla vega á litinn, ekkert okkar fullkomið eins og endurreisnarmennirnir virtu í byggingum sínum: allar skyldu þær hafa einn galla, eina missmíð til sönnunar um ófullkomleika mannanna verka sem blasti svo víða við í sköpunarverki þess guðs sem þeir trúðu á. Hinsegin dagar eru hátíð okkar allra sökum þess að þar sjáum við dæmið á strætunum að menn geta breytt umhverfi sem er fjandsamlegt og öfugsnúið, fordómafullt og skaðlegt. Hinsegin dagar veita okkur tækifæri til að samfagna með samkynhneigðum að fáir sem voru útskúfaðir geta unnið sér virtan sess í samfélaginu, stoltir sagt upphátt: hér erum við. Hinsegin dagar hylla hið sérstæða í einstaklingnum og því hafa þeir unnið sér sess í mannlífi borgarinnar. Og verða um leið fordæmi okkur öllum, við erum ekki ein, við erum mörg, við erum saman. Bjartsýni, góður vilji og sterkur ásetningur getur fært okkur áfram til fegurra mannlífs. Víst getum við skoðað leiðir að því marki, deilt og þráttað en er lífið ekki þrátt fyrir allt andstreymi dásamlegt? Samtök samkynhneigðra hafa sýnt okkur að opin útrétt hönd er affarasælli í styrk sínum en hinn kreppti hnefi. Og á þessum tíma þegar sællífi vellystinga er að baki og bjartsýni er vikið burt fyrir svartsýnisspám eru Hinsegin dagar holl áminning um hvað getur tekist vel og orðið betra. Við ráðum við vanda ef við viljum það og höfum áræði til þess. Og okkur veitir meir af bjartsýni og áræði en svartagallsrausi, jafnvel þótt hátimbraðar áætlanir hrynji umhverfis okkur, kappið hafi leitt marga í ógöngur oflátungsháttar, athafnamenn hafi seilst of langt í sókn sinni eftir veraldlegum gróða, ekki kunnað fótum sínum forráð. Og því harðar er slegist um krónurnar sem minna er af þeim. Á hörðum tímum er mörgum leiðsagnar vant. Í göngu dagsins í höfuðborginni verður glens og dár, menn skipta um ham á björtum degi, dans verður stiginn í nótt. Hönd í hönd fara kynslóðir um stræti og torg. Dagurinn er bjartur. Erindið djarft: stöndum saman, höldum hátíð. Fögnum lífinu. Látum okkur falla.
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun