Forðast kastljós fjölmiðlanna 11. júní 2008 00:01 „Hann var svo áhugasamur að komast áfram í heimi verðbréfaviðskipta að hann hafði engan tíma til að útskrifast,“ varð einum viðmælenda Markaðarins að orði um Magnús Jónsson, forstjóra Atorku Group. Menn eru sammála um að Magnús sé lítið gefinn fyrir kastljós fjölmiðlanna, jafnvel hliðri sér hjá þeim eftir mætti. Magnús er sagður fljótur að átta sig á tölunum á bak við ársreikningana og fljótur að sjá tækifæri á mörkuðum þegar þau gefast. Atorka Group er fjárfestingarfélag sem skráð er í Kauphöll Íslands en hluthafar eru um 5.000 talsins. Undir fyrirtækjahattinum er 79 prósenta hlutur í samstæðunni Promens, sem er með starfsemi víða um heim; 44 prósenta hlutur í Geysi Green Energy og fjörutíu prósenta hlutur í breska flutningafyrirtækinu Interbulk. Þá eru ótaldir þriðjungs-, fjórðungs- og fimmtungshlutir í erlendum iðnfyrirtækjum víða – raunar allt til Kína. Magnús er fæddur á Norðfirði árið 1977 og fagnaði þrítugsafmælinu í apríl á síðasta ári – rétt áður en hlutabréfamarkaðir fóru á hliðina. Magnús mun hafa verið ungur að árum þegar hann fékk áhuga á fjárfestingum af ýmsum toga. Sögur herma jafnvel að á sama tíma og jafnaldrar hans hafi varið fermingarpeningunum til kaupa á hljómflutningstækjum og öðrum neysluvarningi hafi hann sett þá í hlutabréfakaup og aðrar fjárfestingar. Eins og áður sagði hefur Magnús aflað sér gríðarlegrar þekkingar á hlutabréfamörkuðum og fjárfestingarverkefnum hvers konar þrátt fyrir ungan aldur. Hann var sjóðsstjóri hjá Kaupþingi á árabilinu 1998 til 2001 og framkvæmdastjóri fjárfestingarsjóðsins Uppsprettu ári síðar. Sama ár tók hann við stjórnartaumum í fjárfestingarfélaginu Ránarborg og tengdum verkefnum. Tengt því hefur hann setið í stjórnum fjölda fyrirtækja, allt frá MP Verðbréfum til Jarðborana, sem nú heyra undir Geysi Green Energy, og Sæplasts á Dalvík. Síðasttalda fyrirtækið er nú hluti af Promens. Magnús og sambýliskona hans eiga tvær dætur. Hann settist í forstjórastól Atorku í nóvember árið 2005. Héðan og þaðan Mest lesið Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Viðskipti innlent Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Viðskipti erlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Viðskipti innlent Ráðinn fjármálastjóri Origo Viðskipti innlent Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Sjá meira
„Hann var svo áhugasamur að komast áfram í heimi verðbréfaviðskipta að hann hafði engan tíma til að útskrifast,“ varð einum viðmælenda Markaðarins að orði um Magnús Jónsson, forstjóra Atorku Group. Menn eru sammála um að Magnús sé lítið gefinn fyrir kastljós fjölmiðlanna, jafnvel hliðri sér hjá þeim eftir mætti. Magnús er sagður fljótur að átta sig á tölunum á bak við ársreikningana og fljótur að sjá tækifæri á mörkuðum þegar þau gefast. Atorka Group er fjárfestingarfélag sem skráð er í Kauphöll Íslands en hluthafar eru um 5.000 talsins. Undir fyrirtækjahattinum er 79 prósenta hlutur í samstæðunni Promens, sem er með starfsemi víða um heim; 44 prósenta hlutur í Geysi Green Energy og fjörutíu prósenta hlutur í breska flutningafyrirtækinu Interbulk. Þá eru ótaldir þriðjungs-, fjórðungs- og fimmtungshlutir í erlendum iðnfyrirtækjum víða – raunar allt til Kína. Magnús er fæddur á Norðfirði árið 1977 og fagnaði þrítugsafmælinu í apríl á síðasta ári – rétt áður en hlutabréfamarkaðir fóru á hliðina. Magnús mun hafa verið ungur að árum þegar hann fékk áhuga á fjárfestingum af ýmsum toga. Sögur herma jafnvel að á sama tíma og jafnaldrar hans hafi varið fermingarpeningunum til kaupa á hljómflutningstækjum og öðrum neysluvarningi hafi hann sett þá í hlutabréfakaup og aðrar fjárfestingar. Eins og áður sagði hefur Magnús aflað sér gríðarlegrar þekkingar á hlutabréfamörkuðum og fjárfestingarverkefnum hvers konar þrátt fyrir ungan aldur. Hann var sjóðsstjóri hjá Kaupþingi á árabilinu 1998 til 2001 og framkvæmdastjóri fjárfestingarsjóðsins Uppsprettu ári síðar. Sama ár tók hann við stjórnartaumum í fjárfestingarfélaginu Ránarborg og tengdum verkefnum. Tengt því hefur hann setið í stjórnum fjölda fyrirtækja, allt frá MP Verðbréfum til Jarðborana, sem nú heyra undir Geysi Green Energy, og Sæplasts á Dalvík. Síðasttalda fyrirtækið er nú hluti af Promens. Magnús og sambýliskona hans eiga tvær dætur. Hann settist í forstjórastól Atorku í nóvember árið 2005.
Héðan og þaðan Mest lesið Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Viðskipti innlent Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Viðskipti erlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Viðskipti innlent Ráðinn fjármálastjóri Origo Viðskipti innlent Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Sjá meira