Erlent

Indverjum ráðið frá að ferðast til Pakistans

Guðjón Helgason skrifar
Indverskir hermenn á landdamærum Indlands og Pakistans.
Indverskir hermenn á landdamærum Indlands og Pakistans.

Yfirvöld á Indlandi ráða Indverjum frá því að ferðast til nágrannaríksins Pakistans. Spenna hefur magnast milli kjarnorkuveldanna frá morðárásinni í Múmbaí á Indlandi í síðasta mánuði. Indverjar hafa sakað Pakistana um að ganga ekki nægilega hart gegn herskáum hópum í landinu sem beri ábyrgð á árásinni.

Talsmaður indverska utanríkisráðuneytisins var í dag spurður út í handtöku á Indverja eftir sprengjuárás í Lahore í Pakistan í gær. Hann svaraði því til að óráðlegt væri fyrir Indverja að ferðast til Pakistans. Þeir sem þangað yrðu að fara skyldu ekki dvelja þar lengi.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×