Loksins vann Boston á útivelli 25. maí 2008 04:59 Liðsmenn Boston Celtics völdu góðan tíma til að vinna fyrsta leik sinn á útivelli í úrslitakeppni NBA í nótt þegar þeir yfirspiluðu slakt lið Detroit Pistons í þriðja leik liðanna í úrslitum Austurdeildarinnar. Liðin skiptu með sér sigrunum í fyrstu tveimur leikjum einvígisins í Boston. Þar unnu heimamenn fyrsta leikinn en Detroit stal leik tvö. Í nótt var hinsvegar komið að fyrsta útisigri þeirra grænklæddu eftir sex töp á útivelli í röð í úrslitakeppninni. Boston vann sannfærandi 94-80 sigur. "Ég held að fyrsta tapið á heimavelli hafi gefið okkur nýjan kraft. Við þurftum virkilega á sigri að halda í kvöld," sagði Paul Pierce hjá Boston, en hann tók ekki nema sex skot allan leikinn - hitti úr fjórum þeirra og skoraði 11 stig. Boston byrjaði leikinn af miklum krafti og náði þegar mest var 24 stiga forystu sem það lét aldrei af hendi. Heimamenn í Detroit náðu nokkrum sinnum að saxa á forskotið og komu því niður fyrir 10 stig þegar skammt var til leiksloka, en sigur Boston var í raun aldrei í hættu. Kevin Garnett fór fyrir liði Boston eins og í fyrstu tveimur leikjunum og skoraði 22 stig og hirti 13 fráköst. Ray Allen skoraði 14 stig og þeir Rajon Rondo, James Posey og Kendrick Perkins 12 hver. Annars fengu Boston menn jafnt og þétt framlag frá öllum sínum mönnum í sókninni og varnarleikurinn var mjög sterkur. Slappir heimamenn Það sama verður alls ekki sagt um heimamenn í Detroit sem virkuðu vankaðir frá fyrstu sekúndu leiksins. Liðið var skugginn af sjálfu sér lengst af í leiknum og helst að það sýndi sitt rétta andlit í stuttum rispum, sem nægðu alls ekki til að standa í ferskum gestunum. Rip Hamilton skoraði 26 stig fyrir Detroit og leikstjórnandinn ungi Rodney Stuckey bætti við 17 stigum af bekknum, en hann fékk það hlutverk að taka upp hanskann fyrir Chauncey Billups sem greinilega gekk ekki heill til skógar í leiknum vegna meiðsla á læri. "Þeir eru búnir að ná heimavallarréttinum til baka. Leikurinn á mánudaginn verður okkur því gríðarlega mikilvægur - sá stærsti á árinu," sagði Flip Saunders þjálfari Detroit. Tölfræði leiksins Þriðji leikur Spurs og Lakers í beinni í nótt Í nótt fer fram þriðji leikur San Antonio Spurs og LA Lakers þar sem Lakers hefur yfir 2-0. Leikurinn fer fram í San Antonio og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport klukkan hálfeitt eftir miðnætti. NBA Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Sjá meira
Liðsmenn Boston Celtics völdu góðan tíma til að vinna fyrsta leik sinn á útivelli í úrslitakeppni NBA í nótt þegar þeir yfirspiluðu slakt lið Detroit Pistons í þriðja leik liðanna í úrslitum Austurdeildarinnar. Liðin skiptu með sér sigrunum í fyrstu tveimur leikjum einvígisins í Boston. Þar unnu heimamenn fyrsta leikinn en Detroit stal leik tvö. Í nótt var hinsvegar komið að fyrsta útisigri þeirra grænklæddu eftir sex töp á útivelli í röð í úrslitakeppninni. Boston vann sannfærandi 94-80 sigur. "Ég held að fyrsta tapið á heimavelli hafi gefið okkur nýjan kraft. Við þurftum virkilega á sigri að halda í kvöld," sagði Paul Pierce hjá Boston, en hann tók ekki nema sex skot allan leikinn - hitti úr fjórum þeirra og skoraði 11 stig. Boston byrjaði leikinn af miklum krafti og náði þegar mest var 24 stiga forystu sem það lét aldrei af hendi. Heimamenn í Detroit náðu nokkrum sinnum að saxa á forskotið og komu því niður fyrir 10 stig þegar skammt var til leiksloka, en sigur Boston var í raun aldrei í hættu. Kevin Garnett fór fyrir liði Boston eins og í fyrstu tveimur leikjunum og skoraði 22 stig og hirti 13 fráköst. Ray Allen skoraði 14 stig og þeir Rajon Rondo, James Posey og Kendrick Perkins 12 hver. Annars fengu Boston menn jafnt og þétt framlag frá öllum sínum mönnum í sókninni og varnarleikurinn var mjög sterkur. Slappir heimamenn Það sama verður alls ekki sagt um heimamenn í Detroit sem virkuðu vankaðir frá fyrstu sekúndu leiksins. Liðið var skugginn af sjálfu sér lengst af í leiknum og helst að það sýndi sitt rétta andlit í stuttum rispum, sem nægðu alls ekki til að standa í ferskum gestunum. Rip Hamilton skoraði 26 stig fyrir Detroit og leikstjórnandinn ungi Rodney Stuckey bætti við 17 stigum af bekknum, en hann fékk það hlutverk að taka upp hanskann fyrir Chauncey Billups sem greinilega gekk ekki heill til skógar í leiknum vegna meiðsla á læri. "Þeir eru búnir að ná heimavallarréttinum til baka. Leikurinn á mánudaginn verður okkur því gríðarlega mikilvægur - sá stærsti á árinu," sagði Flip Saunders þjálfari Detroit. Tölfræði leiksins Þriðji leikur Spurs og Lakers í beinni í nótt Í nótt fer fram þriðji leikur San Antonio Spurs og LA Lakers þar sem Lakers hefur yfir 2-0. Leikurinn fer fram í San Antonio og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport klukkan hálfeitt eftir miðnætti.
NBA Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Sjá meira