NBA: Lakers og Orlando áfram - Boston í vanda Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. apríl 2008 09:07 Það var hiti í kolunum í Atlanta í nótt. Nordic Photos / Getty Images LA Lakers og Orlando Magic kláruðu sínar rimmur í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt en Boston tapaði óvænt öðrum leiknum í röð fyrir Atlanta. Atlanta vann Boston, 97-92, þar sem Joe Johnson fór á kostum og skoraði 35 stig, þar af 20 í fjórða leikhluta. Þar af skoraði hann níu stig í röð í fjórða leikhluta sem Atlanta vann, 32-17. Þarna eigast við liðin sem eru með besta (Boston) og versta (Atlanta) árangur allra liða í úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Flestir bjuggust því við auðveldum 4-0 eða 4-1 sigri Boston en annað hefur komið á daginn. Næsti leikur er annað kvöld í Boston. Josh Smith var næstur hjá Atlanta með 28 stig og sjö varin skot. Ray Allen var stigahæstur hjá Boston með 21 stig og Kevin Garnett kom næstur með 20. Orlando vann Toronto, 102-92, og varð síðarnefnda liðið þar með það fyrsta til að detta úr leik í úrslitakeppninni í ár. Þetta var einnig í fyrsta sinn í tólf ár sem Orlando kemst áfram í aðra umferð úrslitakeppninnar. Dwight Howard átti enn einn stórleikinn fyrir Orlando en hann skoraði 21 stig og tók 21 frákast. Þetta var þriðji 20/20 leikurinn hans í rimmunni. Keith Bogans og Jameer Nelson settu báðir niður þrista þegar rúmar þrjár mínútur voru til leiksloka en Orlando tók þá 8-0 sprett sem dugði til að tryggja sigurinn. Nelson kom næstur hjá Orlando með nítján stig en Rashard Lewis var með átján stig og þrettán fráköst. Chris Bosh skoraði sextán stig fyrir Toronto og tók níu fráköst. TJ Ford og Carlos Delfino komu næstir með fjórtán stig. Orlando mætir í annarri umferð annað hvort Detroit eða Philadelphia en staðan er 2-2 í þeirri rimmu. Lakers vann Denver, 107-101, og þar með rimmunna 4-0. Lakers er því eina liðið sem fór taplaust í gegnum fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Þetta er í fyrsta sinn sem Lakers „sópar" liði í úrslitakeppninni síðan það tók New Jersey í úrslitum NBA-deildarinnar árið 2002. Marcus Camby setti niður þrist fyrir Denver þegar 33 sekúndur voru eftir af leiknum og minnkaði þar með muninn í 103-101. En Pau Gasol svaraði fyrir Lakers með troðslu í kjölfarið og Kobe Bryant kláraði leikinn með tveimur vítaköstum. Kobe skoraði 31 stig í leiknum, þar af fjórtán á síðustu fimm og hálfri mínútunni. Gasol skoraði 21 stig en JR Smith var stigahæstur hjá Denver með 26 stig. Denver varð í nótt fyrsta liðið sem vann að minnsta kosti 50 leiki á tímabilinu til að verða „sópað" í úrslitakeppninni. Lakers mætir annað hvort Utah eða Houston í næstu umferð en Utah hefur 3-1 forystu í þeirri rimmu. Utah getur tryggt sér sæti í næstu umferð með sigri í Houston í nótt. Leikir næturinnar: 23.00: Detroit - Philadelphia (2-2) 23.00: New Orleans - Dallas (3-1) 01.30: San Antonio - Phoenix (3-1) 01.30: Houston - Utah (1-3) NBA Mest lesið Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport Annað enskt barn heimsmeistari Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Golf Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fleiri fréttir Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Sjá meira
LA Lakers og Orlando Magic kláruðu sínar rimmur í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt en Boston tapaði óvænt öðrum leiknum í röð fyrir Atlanta. Atlanta vann Boston, 97-92, þar sem Joe Johnson fór á kostum og skoraði 35 stig, þar af 20 í fjórða leikhluta. Þar af skoraði hann níu stig í röð í fjórða leikhluta sem Atlanta vann, 32-17. Þarna eigast við liðin sem eru með besta (Boston) og versta (Atlanta) árangur allra liða í úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Flestir bjuggust því við auðveldum 4-0 eða 4-1 sigri Boston en annað hefur komið á daginn. Næsti leikur er annað kvöld í Boston. Josh Smith var næstur hjá Atlanta með 28 stig og sjö varin skot. Ray Allen var stigahæstur hjá Boston með 21 stig og Kevin Garnett kom næstur með 20. Orlando vann Toronto, 102-92, og varð síðarnefnda liðið þar með það fyrsta til að detta úr leik í úrslitakeppninni í ár. Þetta var einnig í fyrsta sinn í tólf ár sem Orlando kemst áfram í aðra umferð úrslitakeppninnar. Dwight Howard átti enn einn stórleikinn fyrir Orlando en hann skoraði 21 stig og tók 21 frákast. Þetta var þriðji 20/20 leikurinn hans í rimmunni. Keith Bogans og Jameer Nelson settu báðir niður þrista þegar rúmar þrjár mínútur voru til leiksloka en Orlando tók þá 8-0 sprett sem dugði til að tryggja sigurinn. Nelson kom næstur hjá Orlando með nítján stig en Rashard Lewis var með átján stig og þrettán fráköst. Chris Bosh skoraði sextán stig fyrir Toronto og tók níu fráköst. TJ Ford og Carlos Delfino komu næstir með fjórtán stig. Orlando mætir í annarri umferð annað hvort Detroit eða Philadelphia en staðan er 2-2 í þeirri rimmu. Lakers vann Denver, 107-101, og þar með rimmunna 4-0. Lakers er því eina liðið sem fór taplaust í gegnum fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Þetta er í fyrsta sinn sem Lakers „sópar" liði í úrslitakeppninni síðan það tók New Jersey í úrslitum NBA-deildarinnar árið 2002. Marcus Camby setti niður þrist fyrir Denver þegar 33 sekúndur voru eftir af leiknum og minnkaði þar með muninn í 103-101. En Pau Gasol svaraði fyrir Lakers með troðslu í kjölfarið og Kobe Bryant kláraði leikinn með tveimur vítaköstum. Kobe skoraði 31 stig í leiknum, þar af fjórtán á síðustu fimm og hálfri mínútunni. Gasol skoraði 21 stig en JR Smith var stigahæstur hjá Denver með 26 stig. Denver varð í nótt fyrsta liðið sem vann að minnsta kosti 50 leiki á tímabilinu til að verða „sópað" í úrslitakeppninni. Lakers mætir annað hvort Utah eða Houston í næstu umferð en Utah hefur 3-1 forystu í þeirri rimmu. Utah getur tryggt sér sæti í næstu umferð með sigri í Houston í nótt. Leikir næturinnar: 23.00: Detroit - Philadelphia (2-2) 23.00: New Orleans - Dallas (3-1) 01.30: San Antonio - Phoenix (3-1) 01.30: Houston - Utah (1-3)
NBA Mest lesið Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport Annað enskt barn heimsmeistari Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Golf Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fleiri fréttir Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Sjá meira