Viðskipti innlent

Snarpur viðsnúningur á markaðnum

Xavier Govare, forstjóri Alfesca.
Xavier Govare, forstjóri Alfesca. Mynd/Rósa

Þróunin á gengi hlutabréfa í Kauphöllinni tók óvænta stefnu til baka eftir hækkun í byrjun dags. Sömu sögu er að segja um gengi krónunnar.

Krónan veiktist um 0,7 prósent þegar mest lét í upphafi viðskipta á gjaldeyrismarkaði í dag. Um tíuleytið snérist þróunin hins vegar við og styrktist það um 0,4 prósent. Gengisvísitalan stendur nú í 148,3 stigum.

Þessu samkvæmt kostar einn bandaríkjadalur 73,4 krónur, eitt pund 144,2 krónur og ein evra 115,5 krónur.

Þá hefur gengi einungis þriggja félaga hækkað í dag. Alfesca hefur hækkað um 1,19 prósent, bréf Landsbankanum um tæp 0,8 prósent og Atlantic Petroleum um 0,24 prósent.

Á sama tíma hefur gengi bréfa í Existu lækkað um 1,32 prósent og Straums um rétt rúmt prósent. Gengi bréfa í SPRON, Össuri, Kaupþingi og Icelandair lækkað um tæpt prósent.

Úrvalsvísitalan hefur lækkað um ö,21 prósent og stendur vísitalan í 4.892 stigum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×