Erlent

Verða að sníkja far með Rússum út í geiminn

Óli Tynes skrifar
Bandarísku geimferjunum verður lagt á næsta ári.
Bandarísku geimferjunum verður lagt á næsta ári.

Útlit er fyrir að bandarískir geimfarar verði að biðja Rússa um far út í geiminn næstu fjögur árin. Ákveðið hefur verið að leggja bandarísku geimferjunum á næsta ári.

Eldflaugin Ares og áhafnarklefinn Orion verða ekki tilbúin fyrr en í fyrsta lagi árið 2014. Bandaríkjamenn hafa samið við Rússa um að kaupa sæti í Soyus geimförum þeirra undir sitt fólk.

Sá samningur gildir þó aðeins til ársins 2011. Og versnandi sambúð Bandaríkjanna og Rússlands getur orðið til þess að sá samningur verði ekki framlengdur.

Bandaríkjamenn sjá því framá að vera nokkuð jarðbundnir til ársins 2014.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×