Glasgow Rangers er komið í úrslitaleik Evrópukeppni félagsliða, UEFA bikarsins. Liðið vann Fiorentina eftir vítaspyrnukeppni í síðari undanúrslitaleik liðana í kvöld.
Fyrri leikurinn í Skotlandi endaði með markalausu jafntefli og þannig var staðan einnig eftir venjulegan leiktíma í kvöld. Ekkert var skorað í framlengingu og réðust úrslitin í vítaspyrnukeppni þar sem Rangers hafði betur.
Rangers mun mæta Zenit St. Pétursborg í úrslitaleiknum.