Fótbolti

Zenit í úrslit eftir að hafa burstað Bayern

Elvar Geir Magnússon skrifar
Ottmar Hitzfeld ekki sáttur.
Ottmar Hitzfeld ekki sáttur.

Rússneska liðið Zenit St. Pétursborg gerði sér lítið fyrir og rúllaði yfir Bayern München í Evrópukeppni félagsliða, UEFA bikarnum, 4-0. Þetta var síðari leikur þessara liða en sá fyrri endaði með jafntefli í Þýskalandi 1-1.

Zenit fer því áfram á samtals 5-1 sigri sem er mjög óvænt en fyrir undanúrslitaleikina var Bayern talið sigurstranglegasta liðið í keppninni.

Pavel Pogrebnyak skoraði tvö mörk fyrir Zenit í leiknum í dag en Konstantin Zyrianov og Victor Fayzulin skoruðu hin mörkin.

Síðar í kvöld ræðst hvaða lið mætir Zenit í úrslitaleiknum en klukkan 18:45 hefst leikur Fiorentina og Glasgow Rangers á Ítalíu. Fyrri viðureignin þar endaði með markalausu jafntefli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×