Erlent

Rússar vilja selja Írönum loftvarnaflaugar

Óli Tynes skrifar
S-200 loftvarnaeldflaugar eru mjög langdrægar.
S-200 loftvarnaeldflaugar eru mjög langdrægar.

Rússar eiga í samningum við Írani um að selja þeim nýtt eldflaugavarnakerfi. Það myndi veita Íran meiri vernd en það nú hefur gegn hugsanlegum loftárásum Bandaríkjamanna eða Ísraela á kjarnorkuver landsins.

Eldflaugarnar draga heila 150 kílómetra og það er hægt að beita þeim gegn vélum í lágflugi.

Háttsettur rússneskur embættismaður sagði við Reuters fréttastofuna að það væri eðlilegt að gera hagstæðan vopnasölusamning við Íran þar sem Vesturlönd og sérstaklega Bandaríkin væru að búa sig undir árekstra við Rússland.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×