Erlent

Margir efast um sekt al Kaida 11. september

Óli Tynes skrifar
New York 11. september 2001.
New York 11. september 2001.

Sjö árum eftir árásirnar á Bandaríkin ellefta september efast margir um að hryðjuverkasamtökin al Kaida beri ábyrgð á þeim.

Talað var við yfir 16 þúsund manns í 17 löndun. Nokkur fjöldi er þeirrar skoðunar að Bandaríkjamenn hafi sjálfir staðið á bak við árásirnar.

Ef tekið er meðaltal af heildinni voru 46 prósent þeirrar skoðunar að al Kaida hefði gert árásirnar.

Fimmtán prósent völdu Bandaríkin sjálf, 7 prósent Ísrael og 7 prósent aðra aðila.

Í Evrópu nefndu 56 prósent Breta og Ítala al Kaida. Sama gerðu 63 prósent Frakka og 64 prósent Þjóðverja. Aftur töldu 23 prósent Þjóðverja og 15 prósent Ítala að Bandaríkjamönnum væri sjálfum að kenna.

Í Miðausturlöndum er Ísraelum kennt um flest sem aflaga fer. Þeir fengu sökina hjá 43 prósentum Egypta 31 prósenti Jórdana og 19 prósentum palestínumanna.

Bandaríkjamenn fengu sjálfir sökina hjá 36 prósentum Tyrkja og 27 prósentum palestínumanna.

Í Mexíkó nefndu 30 prósent Bandaríkin og 33 prósent al Kaida

Skoðanakönnun sem gerð var af WorldPublicOpinion.org.

Hún var samvinnuverkefni rannsóknarstöðva í ýmsum löndum undir stjórn alþjóðadeildar Háskólans í Maryland í Bandaríkjunum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×