Fótbolti

Zenit Evrópumeistari félagsliða

Denisov fagnar marki sínu í kvöld
Denisov fagnar marki sínu í kvöld NordcPhotos/GettyImages

Rússneska liðið Zenit frá Pétursborg varð í kvöld Evrópumeistari félagsliða í knattspyrnu eftir 2-0 sigur á skoska liðinu Glasgow Rangers í úrslitaleik í Manchester.

Zenit var betri aðilinn í fyrri hálfleik en náði þó ekki að ógna skipulagðri vörn skoska liðsins á teljandi hátt.

Í síðari hálfleik kom Igor Denislov Zenit á bragðið á 72. mínútu þegar hann skoraði eftir laglega samvinnu við Andrei Arshavin og það var svo Konstatin Zyryanov sem innsiglaði sigurinn með marki á 90. mínútu.

Þetta var fyrsti Evróputitill Zenit, en liðið vann keppnina á verðskuldaðan hátt þar sem það sló meðal annars Bayern Munchen út úr keppninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×