Endalok hernáms Sverrir Jakobsson skrifar 26. ágúst 2008 06:00 Útlit er fyrir að hernám Bandaríkjanna í Írak sé bráðum á enda. Ríkisstjórn George W. Bush hefur lagt kapp á að semja við ríkisstjórn Íraks um áframhaldandi herstöðvar en þegar tillögur Bandaríkjastjórnar láku til fjölmiðla í júní vöktu þær mikla reiði, enda fólst í þeim að Írak yrði í raun bandarískt leppríki. Síðan þá hafa málin þróast í aðra átt og stjórnvöld í Bagdad hafa komið á óvart með því að standa fast á sínu. Yfirlýsingar forsetaframbjóðandans Obama um endalok hernámsins 2010 hafa líklega orðið til að greiða fyrir lausn málsins. Stjórn repúblikana vill ekki láta Obama fá heiðurinn af lausn Íraksvandans - þó að hann hafi með ummælum sínum í sumar líklega lagt meira til hennar en nokkur annar bandarískur stjórnmálamaður. Ef svo fer sem nú horfir verður gert samkomulag um endalok hernámsins í tveimur stigum. Í júní 2009 mun bandarískt herlið yfirgefa allar borgir í Írak og láta innlendum her eftir að halda þar uppi lögum og reglu. Þetta er sú tímasetning sem stjórnvöld í Írak miða við því að eftir það mun bandarískt herlið ekki getað valsað um í Írak eftir eigin geðþótta. Bandaríkjaher fer svo alfarinn frá Írak árið 2011 og er sú tímasetning greinilega valin til þess að stjórnin í Washington geti þóst staðfastari en Obama með því að hörfa nokkrum mánuðum síðar frá Írak en hann lagði til. Samkomulagið strandar þó enn á því að bandarísk stjórnvöld krefjast þess að hermenn þeirra njóti friðhelgi frá íröskum lögum. Hvað tekur við í Írak?Ríkisstjórn Íraks verður nú í fyrsta sinn hið raunverulega yfirvald í landinu frá innrás Bandaríkjanna í mars 2003. Hún er skipuð flokkum sjíta sem vilja stjórna í anda íslam og er mjög í mun að Írak verði ekki bækistöðvar bandarísks innrásarliðs í Íran. Ríkisstjórnin taldi sig þurfa á liðsinni Bandaríkjahers að halda í baráttu sinni við einkaher Muqtada al-Sadr, mehdi-herinn, en þarf þess ekki lengur. Annars vegar er stjórnarherinn orðinn öflugri en áður og telur nú að návist Bandaríkjanna hjálpi honum lítið og sé ekki annað en að vatn á myllu mehdi-hersins - sem hefur jafnan sett baráttu gegn erlenda hernámsliðinu í öndvegi. Hins vegar telur al-Sadr sig eiga aðra kosti en að berjast við stjórnarherinn. Hann á raunhæfa möguleika á að ná völdum í kosningum þar sem hann er vinsæll meðal almennings í Írak.Annað forgangsverkefni ríkisstjórnarinnar í Bagdad er að ráðast til atlögu við skæruliðasveitir sunníta, al-Sahwa, sem hafa verið fjármagnaðar af Bandaríkjaher til þess að berja á öðrum skæruliðasveitum og „friða" þannig Írak með hörðu. Vegna hernámsins hefur ríkisstjórn Íraks ekki haft nein tök á því að uppræta þessi samtök en um leið og hernáminu lýkur verður það sennilega gert með hraði. Jafnframt er trúlegt að hinn raunverulegi leiðtogi stjórnarflokkanna, Abdul-Aziz al-Hakim, verði fljótlega hæstráðandi í Írak. Hann hefur hingað til veigrað sér við að taka við stjórnarforystunni svo ekki verði síðar hægt að saka hann um að hafa verið leppur bandaríska hernámsliðsins. Verða glæpamenn sóttir til saka?Ef samkomulag um friðhelgi Bandaríkjamanna í Írak nær fram að ganga er ljóst að hernámsliðið verður ekki sótt til saka í Írak fyrir öll þau manndráp, pyntingar og fleiri stríðsglæpi sem fylgt hafa hernáminu síðan 2003. Á hinn bóginn er það skammgóður vermir fyrir bandarísk stjórnvöld því að ekki virðist vera nein lagaleg fyrirstaða fyrir því að höfðað verði mál gegn þeim fyrir alþjóðlegum stríðsglæpadómstóli.Ákæra stríðsglæpadómstólsins á hendur Omar al-Bashir, forseta Súdans, markar hér ákveðin tímamót þótt hún hafi haft lítil áhrif í raun. Súdan hefur nefnilega, líkt og Bandaríkin, ekki viðurkennt lögsögu stríðsglæpadómstólsins. Í ljós kemur að saksóknarar dómstólsins telja að lögsaga hans nái eigi að síður til stjórnvalda í Súdan og er það augljóst fordæmi fyrir málsókn gegn George W. Bush fyrir dómstólnum. Enginn vafi er á því að slíkt verður reynt en óvíst um árangurinn. Þrátt fyrir allt eru nefnilega engin alþjóðalög enn þá æðri en hnefarétturinn og mun svo ætíð verða meðan stríðsglæpir Bandaríkjanna liggja óbættir hjá garði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sverrir Jakobsson Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun
Útlit er fyrir að hernám Bandaríkjanna í Írak sé bráðum á enda. Ríkisstjórn George W. Bush hefur lagt kapp á að semja við ríkisstjórn Íraks um áframhaldandi herstöðvar en þegar tillögur Bandaríkjastjórnar láku til fjölmiðla í júní vöktu þær mikla reiði, enda fólst í þeim að Írak yrði í raun bandarískt leppríki. Síðan þá hafa málin þróast í aðra átt og stjórnvöld í Bagdad hafa komið á óvart með því að standa fast á sínu. Yfirlýsingar forsetaframbjóðandans Obama um endalok hernámsins 2010 hafa líklega orðið til að greiða fyrir lausn málsins. Stjórn repúblikana vill ekki láta Obama fá heiðurinn af lausn Íraksvandans - þó að hann hafi með ummælum sínum í sumar líklega lagt meira til hennar en nokkur annar bandarískur stjórnmálamaður. Ef svo fer sem nú horfir verður gert samkomulag um endalok hernámsins í tveimur stigum. Í júní 2009 mun bandarískt herlið yfirgefa allar borgir í Írak og láta innlendum her eftir að halda þar uppi lögum og reglu. Þetta er sú tímasetning sem stjórnvöld í Írak miða við því að eftir það mun bandarískt herlið ekki getað valsað um í Írak eftir eigin geðþótta. Bandaríkjaher fer svo alfarinn frá Írak árið 2011 og er sú tímasetning greinilega valin til þess að stjórnin í Washington geti þóst staðfastari en Obama með því að hörfa nokkrum mánuðum síðar frá Írak en hann lagði til. Samkomulagið strandar þó enn á því að bandarísk stjórnvöld krefjast þess að hermenn þeirra njóti friðhelgi frá íröskum lögum. Hvað tekur við í Írak?Ríkisstjórn Íraks verður nú í fyrsta sinn hið raunverulega yfirvald í landinu frá innrás Bandaríkjanna í mars 2003. Hún er skipuð flokkum sjíta sem vilja stjórna í anda íslam og er mjög í mun að Írak verði ekki bækistöðvar bandarísks innrásarliðs í Íran. Ríkisstjórnin taldi sig þurfa á liðsinni Bandaríkjahers að halda í baráttu sinni við einkaher Muqtada al-Sadr, mehdi-herinn, en þarf þess ekki lengur. Annars vegar er stjórnarherinn orðinn öflugri en áður og telur nú að návist Bandaríkjanna hjálpi honum lítið og sé ekki annað en að vatn á myllu mehdi-hersins - sem hefur jafnan sett baráttu gegn erlenda hernámsliðinu í öndvegi. Hins vegar telur al-Sadr sig eiga aðra kosti en að berjast við stjórnarherinn. Hann á raunhæfa möguleika á að ná völdum í kosningum þar sem hann er vinsæll meðal almennings í Írak.Annað forgangsverkefni ríkisstjórnarinnar í Bagdad er að ráðast til atlögu við skæruliðasveitir sunníta, al-Sahwa, sem hafa verið fjármagnaðar af Bandaríkjaher til þess að berja á öðrum skæruliðasveitum og „friða" þannig Írak með hörðu. Vegna hernámsins hefur ríkisstjórn Íraks ekki haft nein tök á því að uppræta þessi samtök en um leið og hernáminu lýkur verður það sennilega gert með hraði. Jafnframt er trúlegt að hinn raunverulegi leiðtogi stjórnarflokkanna, Abdul-Aziz al-Hakim, verði fljótlega hæstráðandi í Írak. Hann hefur hingað til veigrað sér við að taka við stjórnarforystunni svo ekki verði síðar hægt að saka hann um að hafa verið leppur bandaríska hernámsliðsins. Verða glæpamenn sóttir til saka?Ef samkomulag um friðhelgi Bandaríkjamanna í Írak nær fram að ganga er ljóst að hernámsliðið verður ekki sótt til saka í Írak fyrir öll þau manndráp, pyntingar og fleiri stríðsglæpi sem fylgt hafa hernáminu síðan 2003. Á hinn bóginn er það skammgóður vermir fyrir bandarísk stjórnvöld því að ekki virðist vera nein lagaleg fyrirstaða fyrir því að höfðað verði mál gegn þeim fyrir alþjóðlegum stríðsglæpadómstóli.Ákæra stríðsglæpadómstólsins á hendur Omar al-Bashir, forseta Súdans, markar hér ákveðin tímamót þótt hún hafi haft lítil áhrif í raun. Súdan hefur nefnilega, líkt og Bandaríkin, ekki viðurkennt lögsögu stríðsglæpadómstólsins. Í ljós kemur að saksóknarar dómstólsins telja að lögsaga hans nái eigi að síður til stjórnvalda í Súdan og er það augljóst fordæmi fyrir málsókn gegn George W. Bush fyrir dómstólnum. Enginn vafi er á því að slíkt verður reynt en óvíst um árangurinn. Þrátt fyrir allt eru nefnilega engin alþjóðalög enn þá æðri en hnefarétturinn og mun svo ætíð verða meðan stríðsglæpir Bandaríkjanna liggja óbættir hjá garði.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun