Erlent

Rússneski flugmaðurinn hagaði sér undarlega

Óli Tynes skrifar
Frá slysstaðnum.
Frá slysstaðnum. MYND/AP

Flugumferðarstjóri í rússnesku borginni Perm í Úralfjöllum segir að flugstjóri vélarinnar sem fórst þar um helgina hafi hagað sér undarlega.

Í slysinu fórust 82 farþegar og 6 manna áhöfn vélarinnar sem var af gerðinni Boeing 737-500.

Irek Bikbov flugumferðarstjóri í Perm var í sambandi við vélina í aðflugi að Perm.

Hann sagði í samtali við rússnesku sjónvarpsstöðina Kanal 1 að þegar hann sagði flugmanninum að beygja til hægri hefði hann beygt til vinstri.

Og þegar hann sagði honum að lækka flugið hækkaði hann sig þess í stað. Bikbov spurði þá hvort allt væri í lagi hjá honum og flugmaðurinn svaraði því játandi.

Bikbov velti því fyrir sér hvort eitthvað hefði verið að gerast í stjórnklefanum sem flugmaðurinn hafi ekki viljað segja frá.

Rússnesk flugmálayfirvöld hafa þegar gefið út yfirlýsingu um að ekkert bendið til þess að slysið hafi orðið vegna aðgerða hryðjuverkamanna. Það hafi einfaldlega kviknað í biluðum hreyfli.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×