Erlent

Sri Lanka herjar þungt á Tamíla

Óli Tynes skrifar

Orrustuþyrlur hersins á Sri Lanka létu eldflaugum og sprengjum rigna yfir vígstöðvar Tamíl tígra í dag. Hermenn felldu 33 skæruliða í bardögum á jörðu niðri, að sögn hernaðaryfirvalda.

Stjórnarherinn hefur haldið uppi þungri sókn í héruðum Tamíla í norðurhluta landsins, síðan vopnahlé rann út í sandinn í janúar síðastliðnum.

Samkvæmt opinberum tölum hafa um 5.900 skæruliðar og 783 hermenn fallið það sem af er þessu ári.

Alls hafa yfir sjötíu þúsund manns fallið í 25 ára baráttu Tamíla fyrir sjálfstæðu ríki sínu á Sri Lanka.

Sri Lanka er eyja aðeins um 30 kílómetra undan suðurströnd Indlands. Íbúar þar eru 20 milljónir.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×