Erlent

Unglingar myrtir við sundiðkun í Michigan

Óli Tynes skrifar

Níu ungmenni voru að synda í á í Marinette sýslu í Michigan á fimmtudagskvöldið. Þau áttu sér einskis ills von þegar allt í einu maður vopnaður riffli hóf formálalaust skothríð á þau.

Tveir piltar og ein stúlka voru skotin til bana og einn piltur að auki særður. Morðinginn hvarf til skógar.

Mikið lögreglulið var sent til leitar í skóginum og fann í gær mann í felubúningi, vopnaðan riffli. Hann fleygði frá sér rifflinum og veitti enga mótspyrnu þegar hann var handtekinn.

Hinn handtekni er 38 ára gamall og heitir Scott Johnson hann er frá bæ nærri morðstaðnum.

Lögreglustjórinn í Marinette sýslu segir að þeir séu nokkuð vissir um að Johnson sé morðinginn sem leitað var. Eftir er að gera prófanir á riffli hans til að komast að því hvort hann sé morðvopnið.

Lögreglustjórinn segir að engin sýnileg ástæða sé fyrir ódæðinu. Morðinginn hafi verið nokkuð frá unglingunum og ekkert yrt á þá áður en hann hóf skothríð.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×