NBA í nótt: San Antonio vann Phoenix í tvíframlengdum leik Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. apríl 2008 12:29 Það er sorglegt að aðeins annar þessara manna kemst áfram í aðra umferð úrslitakeppninnar. Nordic Photos / Getty Images Úrslitakeppnin í NBA-deildinni fór af stað í gær og óhætt að segja að hún hafi byrjað með miklum stæl. Utah var eina liðið sem vann á útivelli í gær en liðið vann góðan sigur á Houston, 93-82. Þá vann New Orleans sigur á Dallas, 104-92, og Cleveland vann Washington, 93-86. En flestir biðu eftir viðureign San Antonio og Dallas og þeir urðu ekki fyrir vonbrigðum. Tvíframlengja þurfti leikinn og stóðu meistarar San Antonio uppi sem sigurvegarar, 115-117. Phoenix byrjaði mun betur í leiknum og náðu mest sextán stiga forystu þrátt fyrir að Shaquille O'Neal hafi snemma lent í villuvandræðum. San Antonio náði þó að vinna sig aftur inn í leikinn og komst í forystu í fjórða leikhluta. Phoenix hafði þó þriggja stiga forystu, 93-90, þegar mínúta var til leiksloka. Michael Finley jafnaði metin með þristi þegar fimmtán sexkúndur voru til leiksloka. Tim Duncan stal svo senunni í fyrri framlengingunni. Staðan var 104-101 þegar þrjár sekúndur voru til leiksloka og var Duncan allt í einu einn fyrir utan þriggja stiga línuna. Hann hikaði en náði þó að jafna metin þar sem hann hitti úr sínu fyrsta þriggja stiga skoti á tímabilinu. Hann hafði fyrir það klikkað á fjórum þriggja stiga tilraunum allt tímabilið. Í síðari framlengingunni hélt sama spennan áfram og Steve Nash náði að jafna metin með þristi í stöðunni 115-112. Manu Ginobili tók þá til sinna mála, keyrði upp að körfunni og skoraði með sniðskoti er 1,8 sekúndur voru til leikskloka. Reyndust það svo lokatölurnar í leiknum og gríðarleg fagnaðarlæti brutust út í herbúðum heimamanna. Duncan var stigahæstur með 40 stig og fimmtán fráköst en Tony Parker kom næstur með 26 stig og Ginobili var með 24. Hjá Phoenix var Amare Stoudemire stigahæstur með 33 stig. Nash var með 25 stig og þrettán stoðsendingar og O'Neal var með ellefu stig.Utah vann Houston, 93-82, en þessi lið mættust í úrslitakeppninni í fyrra. Þá vann Utah 4-3 sigur en þá var Houston líka með Yao Ming innanborðs. Hann er meiddur og verður ekki meira með í seríunni. Utah var einfaldlega sterkari aðilinn í leiknum. Leikmenn liðsins tóku fleiri fráköst og framlag varamanna Utah var meira en hjá Houston. Andrei Kirilenko skoraði 21 stig, Carlos Boozer 20 auk þess sem hann tók sextán fráköst. Deron Williams var með 20 stig og tíu stoðsendingar. Shane Battier skoraði 22 stig og Tracy McGrady 20 fyrir Houston. Rafer Alston lék ekki með Houston í gær en hann á við meiðsli að stríða. New Orleans vann Dallas, 104-92, þar sem Chris Paul sýndi og sannaði að hann á ekki síður erindi sem leikmaður ársins í NBA-deildinni. Hann skoraði 35 stig, gaf tíu stoðsendingar og stal fjórum boltum en þetta var hans fyrsti leikur í úrslitakeppninni á ferlinum. David West bætti við 23 stigum og Tyson Chandler var með tíu stig og fimmtán fráköst. Hjá Dallas var Dirk Nowitzky stigahæstur með 31 stig en var ekki með nema fjögur stig í fjórða leikhluta er Dallas missti öll tök á sínum leik. Josh Howard var með sautján stig. New Orleans skoraði 36 stig gegn 20 frá Dallas í þriðja leikhluta og komu sér í fjögurra stiga forystu, 76-72. Heimamenn náðu síðan góðum 10-0 spretti í upphafi fjórða leikhluta og gerðu þannig út um leikinn.Cleveland vann Washington, 93-86, þar sem LeBron James hreinlega kláraði leikinn fyrir sína menn. Hann skoraði 32 stig í leiknum og tvær gríðarlega mikilvægar körfur undir lok leiksins. Delonte West var einnig gríðarlega öruggur á vítalínunni og setti niður fjögur vítaköst á síðustu fimmtán sekúndunum. Það innsiglaði sigur Cleveland. Leikmenn Washington tóku gríðarlega hart á LeBron sem lét það ekki á sig fá og hélt ótrauður áfram. Fjölmiðlar vestanhafs kalla rimmu liðanna einvígi þar sem fyrstu lotunni er aðeins lokið. Zydrunas Ilgauskas var með 22 stig fyrir Cleveland en Gilbert Arenas var stigahæstur hjá Washington með 24 stig. Antawn Jamison kom næstur með 23 stig og nítján fráköst. Fjórir leikir eru á dagskrá úrslitakeppninnar í kvöld en það eru fyrstu leikirnir í hinum rimmunum. Leikur Boston og Atlanta verður í beinni útsendingu á NBA TV klukkan 00.30 í nótt. Leikir kvöldsins: Orlando Magic - Toronto Raptors Detroit Pistons - Philadelphia 76ers LA Lakers - Denver Nuggets Boston Celtics - Atlanta Hawks NBA Mest lesið Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport Annað enskt barn heimsmeistari Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Golf Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fleiri fréttir Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Sjá meira
Úrslitakeppnin í NBA-deildinni fór af stað í gær og óhætt að segja að hún hafi byrjað með miklum stæl. Utah var eina liðið sem vann á útivelli í gær en liðið vann góðan sigur á Houston, 93-82. Þá vann New Orleans sigur á Dallas, 104-92, og Cleveland vann Washington, 93-86. En flestir biðu eftir viðureign San Antonio og Dallas og þeir urðu ekki fyrir vonbrigðum. Tvíframlengja þurfti leikinn og stóðu meistarar San Antonio uppi sem sigurvegarar, 115-117. Phoenix byrjaði mun betur í leiknum og náðu mest sextán stiga forystu þrátt fyrir að Shaquille O'Neal hafi snemma lent í villuvandræðum. San Antonio náði þó að vinna sig aftur inn í leikinn og komst í forystu í fjórða leikhluta. Phoenix hafði þó þriggja stiga forystu, 93-90, þegar mínúta var til leiksloka. Michael Finley jafnaði metin með þristi þegar fimmtán sexkúndur voru til leiksloka. Tim Duncan stal svo senunni í fyrri framlengingunni. Staðan var 104-101 þegar þrjár sekúndur voru til leiksloka og var Duncan allt í einu einn fyrir utan þriggja stiga línuna. Hann hikaði en náði þó að jafna metin þar sem hann hitti úr sínu fyrsta þriggja stiga skoti á tímabilinu. Hann hafði fyrir það klikkað á fjórum þriggja stiga tilraunum allt tímabilið. Í síðari framlengingunni hélt sama spennan áfram og Steve Nash náði að jafna metin með þristi í stöðunni 115-112. Manu Ginobili tók þá til sinna mála, keyrði upp að körfunni og skoraði með sniðskoti er 1,8 sekúndur voru til leikskloka. Reyndust það svo lokatölurnar í leiknum og gríðarleg fagnaðarlæti brutust út í herbúðum heimamanna. Duncan var stigahæstur með 40 stig og fimmtán fráköst en Tony Parker kom næstur með 26 stig og Ginobili var með 24. Hjá Phoenix var Amare Stoudemire stigahæstur með 33 stig. Nash var með 25 stig og þrettán stoðsendingar og O'Neal var með ellefu stig.Utah vann Houston, 93-82, en þessi lið mættust í úrslitakeppninni í fyrra. Þá vann Utah 4-3 sigur en þá var Houston líka með Yao Ming innanborðs. Hann er meiddur og verður ekki meira með í seríunni. Utah var einfaldlega sterkari aðilinn í leiknum. Leikmenn liðsins tóku fleiri fráköst og framlag varamanna Utah var meira en hjá Houston. Andrei Kirilenko skoraði 21 stig, Carlos Boozer 20 auk þess sem hann tók sextán fráköst. Deron Williams var með 20 stig og tíu stoðsendingar. Shane Battier skoraði 22 stig og Tracy McGrady 20 fyrir Houston. Rafer Alston lék ekki með Houston í gær en hann á við meiðsli að stríða. New Orleans vann Dallas, 104-92, þar sem Chris Paul sýndi og sannaði að hann á ekki síður erindi sem leikmaður ársins í NBA-deildinni. Hann skoraði 35 stig, gaf tíu stoðsendingar og stal fjórum boltum en þetta var hans fyrsti leikur í úrslitakeppninni á ferlinum. David West bætti við 23 stigum og Tyson Chandler var með tíu stig og fimmtán fráköst. Hjá Dallas var Dirk Nowitzky stigahæstur með 31 stig en var ekki með nema fjögur stig í fjórða leikhluta er Dallas missti öll tök á sínum leik. Josh Howard var með sautján stig. New Orleans skoraði 36 stig gegn 20 frá Dallas í þriðja leikhluta og komu sér í fjögurra stiga forystu, 76-72. Heimamenn náðu síðan góðum 10-0 spretti í upphafi fjórða leikhluta og gerðu þannig út um leikinn.Cleveland vann Washington, 93-86, þar sem LeBron James hreinlega kláraði leikinn fyrir sína menn. Hann skoraði 32 stig í leiknum og tvær gríðarlega mikilvægar körfur undir lok leiksins. Delonte West var einnig gríðarlega öruggur á vítalínunni og setti niður fjögur vítaköst á síðustu fimmtán sekúndunum. Það innsiglaði sigur Cleveland. Leikmenn Washington tóku gríðarlega hart á LeBron sem lét það ekki á sig fá og hélt ótrauður áfram. Fjölmiðlar vestanhafs kalla rimmu liðanna einvígi þar sem fyrstu lotunni er aðeins lokið. Zydrunas Ilgauskas var með 22 stig fyrir Cleveland en Gilbert Arenas var stigahæstur hjá Washington með 24 stig. Antawn Jamison kom næstur með 23 stig og nítján fráköst. Fjórir leikir eru á dagskrá úrslitakeppninnar í kvöld en það eru fyrstu leikirnir í hinum rimmunum. Leikur Boston og Atlanta verður í beinni útsendingu á NBA TV klukkan 00.30 í nótt. Leikir kvöldsins: Orlando Magic - Toronto Raptors Detroit Pistons - Philadelphia 76ers LA Lakers - Denver Nuggets Boston Celtics - Atlanta Hawks
NBA Mest lesið Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport Annað enskt barn heimsmeistari Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Golf Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fleiri fréttir Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Sjá meira