Singh sigraði á heimsmótinu 4. ágúst 2008 12:09 NordcPhotos/GettyImages Vijay Singh tryggði sér sigur á átjándu holu eftir æsispennandi lokabaráttu við þrjá aðra kylfinga á heimsmótinu í golfi í gærkvöldi. Lee Westwood, Vijay Singh og Phil Mickelson voru allir jafnir og efstir á 8 höggum undir pari fyrir lokahringinn. Singh gat tekið þægilega forystu strax á annarri holu þar sem hann rétt missti af erni en náði þó fugli. Mickelson var inni í toppbaráttunni en spilaði sig út úr henni með því að fá þrjá skolla á síðustu fjórum holunum. Hann fór lokahringinn á pari og lauk keppni á alls átta höggum undir pari og þurfti að láta sér lynda fjórða sætið ásamt Retief Goosen. Lee Westwood virtist vera að missa af lestinni en kom sér aftur inn í toppbaráttuna og var á endanum annar tveggja kylfinga sem gátu náð sigrinum af Singh. Westwood lék hringinn á einu undir pari og hafnaði í öðru sæti ásamt Stuart Appleby sem skyndilega blandaði sér í baráttuna undir blálokin með þremur fuglum. En Singh dugði að setja niður þetta stutta pútt á átjándu til að tryggja sér sigurinn sem hann og gerði og tryggði sér þannig sinn fyrsta sigur á heimsmótaröðinni og fékk hann 110 milljónir króna í sigurlaun. Þetta var jafnframt fyrsti sigur Singh á stórmóti í 17 mánuði. Golf Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Vijay Singh tryggði sér sigur á átjándu holu eftir æsispennandi lokabaráttu við þrjá aðra kylfinga á heimsmótinu í golfi í gærkvöldi. Lee Westwood, Vijay Singh og Phil Mickelson voru allir jafnir og efstir á 8 höggum undir pari fyrir lokahringinn. Singh gat tekið þægilega forystu strax á annarri holu þar sem hann rétt missti af erni en náði þó fugli. Mickelson var inni í toppbaráttunni en spilaði sig út úr henni með því að fá þrjá skolla á síðustu fjórum holunum. Hann fór lokahringinn á pari og lauk keppni á alls átta höggum undir pari og þurfti að láta sér lynda fjórða sætið ásamt Retief Goosen. Lee Westwood virtist vera að missa af lestinni en kom sér aftur inn í toppbaráttuna og var á endanum annar tveggja kylfinga sem gátu náð sigrinum af Singh. Westwood lék hringinn á einu undir pari og hafnaði í öðru sæti ásamt Stuart Appleby sem skyndilega blandaði sér í baráttuna undir blálokin með þremur fuglum. En Singh dugði að setja niður þetta stutta pútt á átjándu til að tryggja sér sigurinn sem hann og gerði og tryggði sér þannig sinn fyrsta sigur á heimsmótaröðinni og fékk hann 110 milljónir króna í sigurlaun. Þetta var jafnframt fyrsti sigur Singh á stórmóti í 17 mánuði.
Golf Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira