Erlent

Felldu fornar súlur

Óli Tynes skrifar
Frá Knidos.
Frá Knidos. MYND/AP

Stjórnvöld í Tyrklandi hafa stöðvað uppgröft alþjóðlegrar sveitar fornleifafræðinga í hinni forngrísku borg Knidos í suðvesturhluta landsins.

Fornleifafræðingarnir eru sakaðir um að hafa velt um súlum sem voru inngangur að verslanamiðstöð til forna. Knidos er frá því um sjöundu öld fyrir Krist.

Fornleifafræðingarnir eru annars ekki af verri endanum. Þeir eru meðal annars frá Breska þjóðminjasafninu og Freiburg háskólanum í Þýskalandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×