Erlent

Segir leynilega drápsáætlun í Írak

Óli Tynes skrifar
Bob Woodward.
Bob Woodward.

Bandaríski blaðamaðurinn Bob Woodward segir að minnkandi ofbeldi í Írak sé að miklu leyti að þakk leynilegum aðgerð hersins sem felist í því að þefa uppi hryðjuverkamenn og drepa þá.

Eitthvað hlýtur að vera öðruvísi við þessar aftökur en gerist í hefðbundnum hernaði því Woodward segir að herinn hafi sýnt mikið hugvit með þessum aðgerðum.

Í sjónvarpsþætti Larrys Kings vildi hann ekki upplýsa um aðferðirnar, því það gæti kostað bandarísk mannslíf.

Hinsvegar verður skýrt frá þessu síðar og þá mun fólk verða furðu lostið, að sögn blaðamannsins.

Woodward sagði að hryðjuverkamönnum væri fullkunnugt um þetta, enda hefðu þeir verið drepnir umvörpum síðustu misserin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×