NBA í nótt: Lakers á toppinn í Vestrinu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. apríl 2008 09:20 Kobe Bryant gegn Bruce Bowen í leiknum í nótt. Nordic Photos / Getty Images LA Lakers vann sinn þriðja leik í röð í NBA-deildinni í nótt og um leið mikilvægan sigur í toppslag Vesturdeildarinnar er liðið vann San Antonio, 106-85. Með sigrinum fór Lakers á topp Vesturdeildarinnar en liðið er einnig búið að tryggja sér sigur í Kyrrahafsriðlinum. Aðeins þrír leikdagar eru eftir af deildakeppninni en spennan er gríðarleg í Vesturdeildinni þar sem sex efstu liðin berjast um heimavallarréttinn í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Þá er barátta Denver og Golden State um áttunda sætið í vestrinu í hámarki. Liðin í deildinni eiga annað hvort einn eða tvo leiki eftir en New Orleans á leik til góða á Lakers og getur með sigri komist aftur í toppsæti deildarinnar. New Orleans mætir LA Clippers í nótt. San Antonio er í þriðja sæti Vesturdeildarinnar þrátt fyrir að liðið tapaði fyrir Lakers í nótt. Kobe Bryant skoraði 20 stig fyrir Lakers þó svo að hann hafi hvílt í fjórða leikhluta en sigur Lakers var nokkuð öruggur. Þetta er í fyrsta sinn í fjögur ár sem Lakers vinnur Kyrrahafsriðilinn en liðið mætir Sacramento í síðasta leik sínum fyrir úrslitakeppnina í nótt. Lamar Odom skoraði sautján stig og tók fjórtán fráköst í leiknum en alls tók Lakers 25 fleiri fráköst í leiknum en San Antonio. Tony Parker var með 20 stig fyrir San Antonio en Tim Duncan var með sextán stig og tólf fráköst. Denver vann Houston, 111-94, og gerði þar með nánast út um vonir Houston að ná toppsætinu í Vesturdeildinni. En um leið hélt Denver pressu á Golden State í baráttu liðanna um áttunda sæti deildarinnar en síðarnefnda liðið lék ekki í nótt. Allen Iverson skoraði 33 stig í leiknum en varamaðurinn JR Smith átti stjörnuleik í nótt og skoraði 23 stig. Hjá Houston var Luther Head stigahæstur með nítján stig en Tracy McGrady kom næstur með sextán stig. Denver mætir Memphis í lokaleik sínum á miðvikudagskvöldið en Golden State á leik gegn Phoenix í kvöld og svo Seattle á miðvikudagskvöldið. Denver er hins vegar með betri árangur í innbyrðisviðureignum gegn Golden State sem þýðir að ef liðið vinnur Memphis skiptir ekki máli þótt Golden State vinni báða sína leiki. Denver gæti meira að segja náð sjöunda sætinu af Dallas ef liðið tapar fyrir New Orleans á miðvikudagskvöldið. Ef Golden State vinnur báða sína leiki sem liðið á eftir og kemst samt ekki í úrslitakeppnina verður það fyrsta liðið í sögu NBA-deildarinnar sem vinnur 50 leiki á tímabilinu en kemst ekki í úrslitakeppnina. Seattle vann Dallas, 99-95, í lokaleik sínum á heimavelli í vetur. Reyndar er óvíst um framtíð liðsins í Seattle þar sem liðið gæti hugsanlega flutt til Oklahoma. Verði það raunin var þetta síðasti heimaleikur Supersonics í Seattle í langan tíma. Það var því við hæfi að liðið ynni annars sjaldgæfan sigur þar sem liðið er með næstversta árangurinn í NBA-deildinni með aðeins nítján sigra. Nýliðinn Kevin Durant hefur verið skærasta stjarna Seattle í vetur og hann skoraði tvívegis á síðustu 45 sekúndum leiksins en Seattle var sex stigum undir þegar þrjár mínútur voru til leiksloka. Hann skoraði nítján stig í leiknum en stigahæstur var Earl Watson með 21 stig. Dirk Nowitzky skroaði 32 stig fyrir Dallas og Jason Terry 25. Í Austurdeildinni fóru einnig fram þrír leikir og voru úrslitin öll eftir bókinni. Orlando vann sinn 50. leik á tímabilinu er liðið vann Chicago, 104-84. Detroit vann Toronto, 91-84, og Cleveland vann Miami, 84-76. Staðan í deildinni Úrslitakeppnin eins og hún lítur út í dag NBA-bloggið á Vísi NBA Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Enski boltinn Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Fleiri fréttir Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Sjá meira
LA Lakers vann sinn þriðja leik í röð í NBA-deildinni í nótt og um leið mikilvægan sigur í toppslag Vesturdeildarinnar er liðið vann San Antonio, 106-85. Með sigrinum fór Lakers á topp Vesturdeildarinnar en liðið er einnig búið að tryggja sér sigur í Kyrrahafsriðlinum. Aðeins þrír leikdagar eru eftir af deildakeppninni en spennan er gríðarleg í Vesturdeildinni þar sem sex efstu liðin berjast um heimavallarréttinn í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Þá er barátta Denver og Golden State um áttunda sætið í vestrinu í hámarki. Liðin í deildinni eiga annað hvort einn eða tvo leiki eftir en New Orleans á leik til góða á Lakers og getur með sigri komist aftur í toppsæti deildarinnar. New Orleans mætir LA Clippers í nótt. San Antonio er í þriðja sæti Vesturdeildarinnar þrátt fyrir að liðið tapaði fyrir Lakers í nótt. Kobe Bryant skoraði 20 stig fyrir Lakers þó svo að hann hafi hvílt í fjórða leikhluta en sigur Lakers var nokkuð öruggur. Þetta er í fyrsta sinn í fjögur ár sem Lakers vinnur Kyrrahafsriðilinn en liðið mætir Sacramento í síðasta leik sínum fyrir úrslitakeppnina í nótt. Lamar Odom skoraði sautján stig og tók fjórtán fráköst í leiknum en alls tók Lakers 25 fleiri fráköst í leiknum en San Antonio. Tony Parker var með 20 stig fyrir San Antonio en Tim Duncan var með sextán stig og tólf fráköst. Denver vann Houston, 111-94, og gerði þar með nánast út um vonir Houston að ná toppsætinu í Vesturdeildinni. En um leið hélt Denver pressu á Golden State í baráttu liðanna um áttunda sæti deildarinnar en síðarnefnda liðið lék ekki í nótt. Allen Iverson skoraði 33 stig í leiknum en varamaðurinn JR Smith átti stjörnuleik í nótt og skoraði 23 stig. Hjá Houston var Luther Head stigahæstur með nítján stig en Tracy McGrady kom næstur með sextán stig. Denver mætir Memphis í lokaleik sínum á miðvikudagskvöldið en Golden State á leik gegn Phoenix í kvöld og svo Seattle á miðvikudagskvöldið. Denver er hins vegar með betri árangur í innbyrðisviðureignum gegn Golden State sem þýðir að ef liðið vinnur Memphis skiptir ekki máli þótt Golden State vinni báða sína leiki. Denver gæti meira að segja náð sjöunda sætinu af Dallas ef liðið tapar fyrir New Orleans á miðvikudagskvöldið. Ef Golden State vinnur báða sína leiki sem liðið á eftir og kemst samt ekki í úrslitakeppnina verður það fyrsta liðið í sögu NBA-deildarinnar sem vinnur 50 leiki á tímabilinu en kemst ekki í úrslitakeppnina. Seattle vann Dallas, 99-95, í lokaleik sínum á heimavelli í vetur. Reyndar er óvíst um framtíð liðsins í Seattle þar sem liðið gæti hugsanlega flutt til Oklahoma. Verði það raunin var þetta síðasti heimaleikur Supersonics í Seattle í langan tíma. Það var því við hæfi að liðið ynni annars sjaldgæfan sigur þar sem liðið er með næstversta árangurinn í NBA-deildinni með aðeins nítján sigra. Nýliðinn Kevin Durant hefur verið skærasta stjarna Seattle í vetur og hann skoraði tvívegis á síðustu 45 sekúndum leiksins en Seattle var sex stigum undir þegar þrjár mínútur voru til leiksloka. Hann skoraði nítján stig í leiknum en stigahæstur var Earl Watson með 21 stig. Dirk Nowitzky skroaði 32 stig fyrir Dallas og Jason Terry 25. Í Austurdeildinni fóru einnig fram þrír leikir og voru úrslitin öll eftir bókinni. Orlando vann sinn 50. leik á tímabilinu er liðið vann Chicago, 104-84. Detroit vann Toronto, 91-84, og Cleveland vann Miami, 84-76. Staðan í deildinni Úrslitakeppnin eins og hún lítur út í dag NBA-bloggið á Vísi
NBA Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Enski boltinn Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Fleiri fréttir Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Sjá meira