Viðskipti innlent

Eyrir skilar 300 milljóna króna hagnaði

Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Eyris Invest.
Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Eyris Invest.

Fjárfestingafélagið Eyrir Invest hagnaðist um 298 milljónir króna á fyrstu sex mánuðum ársins samanborið við 2,2 milljarða króna hagnað á sama tíma í fyrra.

Eigið fé Eyris nam rúmum 18,2 milljörðum króna í lok tímabilisins og var eiginfjárhlutfall 31,3 prósent. Heildareignir námu 58,3 milljörðum króna. Þá segir í uppgjörinu að lausafjárstaða félagsins sé sterk. Væri lausa fé notað til endurgreiðslu skulda myndi eiginfjárhlutfallið fara í 40 prósent.

Eyrir Invest er kjölfestufjárfestir í Marel, stoðtækjafyrirtækinu Össuri og hollensku iðnsamsteypunni Stork.

Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Eyris, segist í tilkynningu sáttur við lítils háttar hagnað á fyrri hluta árs við erfiðar aðstæður á fjármálamörkuðum. „Mest er um vert að við höfum skilað góðri ávöxtun í fortíð og höfum þolinmæli og styrk til að grípa þau tækifæri sem kunna að myndast í náinni framtíð," segir hann.

Uppgjör Eyris Invest








Fleiri fréttir

Sjá meira


×