Hví að kjósa? Bergsteinn Sigurðsson skrifar 12. desember 2008 06:00 Gott kvöld góðir gestir og verið velkomin í Útsvar. Þátturinn í kvöld verður með dálítið breyttu sniði. Einu sinni sprakk ríkisstjórn í beinni útsendingu, en nú verður ríkisstjórn mynduð í beinni útsendingu. Næstu þrjá föstudaga munu fjórir stjórnmálaflokkar keppa um hverjir komast í næstu stjórn. Þetta er í fyrsta sinn sem ríkisstjórn er valin með þessum hætti og kemur ýmislegt þar til, til dæmis sú staðreynd að það er víst ekki hægt að boða til aukakosninga um vetur og ekki síður sú staðreynd að RÚV bráðvantar ódýrt sjónvarpsefni eftir sársaukarfullan niðurskurð - ekki satt Þorgerður Katrín? Haha! Neinei, þetta er nú bara létt grín." Já, eins og Sigmar benti á keppa fjórir flokkar í þessari sérútgáfu af Útsvari, en eins og glöggir áhorfendur kannski vita eru fimm flokkar á þingi. Útvarpsráð ákvað hins vegar að stigalægsta tapliðið í síðustu alþingiskosningum kæmist ekki í undanúrslit. Hér gildir sem fyrr útsláttarfyrirkomulag; sigurvegararnir í fyrri umferðum mynda saman ríkisstjórn en í úrslitaþættinum verður keppt um sjálft forsætið." Takk fyrir þetta Þóra. Þið þekkið þetta. Við byrjum á bjölluspurningum og að því loknu dembum við okkur í látbragðsleikinn. Þar verða keppendur að gera grein fyrir stefnumálum með látbragði og handapati. Það er svo undir áhorfendum komið að giska á hvaða málaflokk verið er að lýsa. Þetta gefur Geir kannski smá forskot; sama hvaða málaflokk er verið að tala um þarf hann ekki að gera annað að yppa öxlum!" Alveg rétt Sigmar, alveg rétt, nema kannski þegar spurt er um vanhæfi Seðlabankans, þá hristir Geir nú bara höfuðið, haha!. En jæja, næst snúum við okkur að valflokkunum en þar eiga liðin að svara þremur miserfiðum spurningum um hina flokkana. Út frá þeim verður svo hægt að meta hversu vel viðkomandi flokkar eiga heima saman í ríkisstjórn." Laukrétt, Þóra. En þetta er ekki búið. Að lokum geta liðin valið sér fimm, tíu eða fimmtán prósenta fylgisaukninu, en þess ber að gæta að að spurningarnar verða erfiðari eftir því sem stigunum fjölgar. En hér eru auðvitað stjórnmálamenn að keppa og ósanngjarnt að neyða þá til að svara á grundvelli samvisku sinnar eða skynsemi. Þannig ef einhver spurning er svínslega erfið má alltaf hringja í vin, sem bíður átekta á flokkslínunni." Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergsteinn Sigurðsson Mest lesið Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun
Gott kvöld góðir gestir og verið velkomin í Útsvar. Þátturinn í kvöld verður með dálítið breyttu sniði. Einu sinni sprakk ríkisstjórn í beinni útsendingu, en nú verður ríkisstjórn mynduð í beinni útsendingu. Næstu þrjá föstudaga munu fjórir stjórnmálaflokkar keppa um hverjir komast í næstu stjórn. Þetta er í fyrsta sinn sem ríkisstjórn er valin með þessum hætti og kemur ýmislegt þar til, til dæmis sú staðreynd að það er víst ekki hægt að boða til aukakosninga um vetur og ekki síður sú staðreynd að RÚV bráðvantar ódýrt sjónvarpsefni eftir sársaukarfullan niðurskurð - ekki satt Þorgerður Katrín? Haha! Neinei, þetta er nú bara létt grín." Já, eins og Sigmar benti á keppa fjórir flokkar í þessari sérútgáfu af Útsvari, en eins og glöggir áhorfendur kannski vita eru fimm flokkar á þingi. Útvarpsráð ákvað hins vegar að stigalægsta tapliðið í síðustu alþingiskosningum kæmist ekki í undanúrslit. Hér gildir sem fyrr útsláttarfyrirkomulag; sigurvegararnir í fyrri umferðum mynda saman ríkisstjórn en í úrslitaþættinum verður keppt um sjálft forsætið." Takk fyrir þetta Þóra. Þið þekkið þetta. Við byrjum á bjölluspurningum og að því loknu dembum við okkur í látbragðsleikinn. Þar verða keppendur að gera grein fyrir stefnumálum með látbragði og handapati. Það er svo undir áhorfendum komið að giska á hvaða málaflokk verið er að lýsa. Þetta gefur Geir kannski smá forskot; sama hvaða málaflokk er verið að tala um þarf hann ekki að gera annað að yppa öxlum!" Alveg rétt Sigmar, alveg rétt, nema kannski þegar spurt er um vanhæfi Seðlabankans, þá hristir Geir nú bara höfuðið, haha!. En jæja, næst snúum við okkur að valflokkunum en þar eiga liðin að svara þremur miserfiðum spurningum um hina flokkana. Út frá þeim verður svo hægt að meta hversu vel viðkomandi flokkar eiga heima saman í ríkisstjórn." Laukrétt, Þóra. En þetta er ekki búið. Að lokum geta liðin valið sér fimm, tíu eða fimmtán prósenta fylgisaukninu, en þess ber að gæta að að spurningarnar verða erfiðari eftir því sem stigunum fjölgar. En hér eru auðvitað stjórnmálamenn að keppa og ósanngjarnt að neyða þá til að svara á grundvelli samvisku sinnar eða skynsemi. Þannig ef einhver spurning er svínslega erfið má alltaf hringja í vin, sem bíður átekta á flokkslínunni."
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun