Erlent

Í basli með að loka fangelsinu á Kúbu

Óli Tynes skrifar
Frá Guantanamo fangelsinu á Kúbu.
Frá Guantanamo fangelsinu á Kúbu. MYND/AP

Bandaríkjamenn eiga í mesta basli með að senda fanga sína í Guantamo fangelsinu á Kúbu til heimalanda sinna.

Bandaríkjamenn ætluðu að reyna að loka búðunum fyrir áramót en litlar líkur eru á því að það takist.

Í Guantanamo eru nú 255 fangar. Af þeim verða 60-80 leiddir fyrir sérstakan herdómstól.

Verið er að reyna að senda um 60 aftur til síns heima. Framtíð þeirra 115 sem eftir eru er óljós.

Ekki eru næg sönnunargögn til þess að ákæra þá en þeir eru taldir of hættulegir til þess að senda þá heim.

„Enginn vill taka áhættuna á því að sleppa næsta Mohamed Atta," segir heimildarmaður í Bandaríska varnarmálaráðuneytinu.

Hann vísar þar til eins flugræningjanna sem flugu á Tvíburaturnana í New York.

Eitt af vandamálum Bandaríkjamanna er að sjálfboðaliðarnir bíða ekki í röðum eftir að taka við þeim sem á að sleppa lausum.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×