Viðskipti innlent

Bakkavör leiddi hækkanalestina

Ágúst og Lýður Guðmundssyni, stofnendur og stærstu hluthafar Bakkavarar.
Ágúst og Lýður Guðmundssyni, stofnendur og stærstu hluthafar Bakkavarar. Mynd/GVA

Gengi hlutabréfa í Bakkavör hækkaði um 9,45 prósent í dag, á síðasta viðskiptadegi vikunnar, og endaði í 35,90 krónum á hlut. Til samanburðar fór gengið lægst í 31,3 krónur á hlut á þriðjudag og hefur það því hækkað um 14,7 prósent á fjórum viðskiptadögum.

SPRON hækkaði á sama tíma um 4,77 prósent, FL Group um 3,57 prósent, Exista um 2,38 prósent og Straumur um rétt rúm tvö prósent. Glitnir og Færeyjabanki hækkaði um tæpt prósent en önnur félög minna.

Þá féll gengi bréfa í Century Aluminum um 6,1 prósent í dag, Skipta um 5,1 prósent og Icelandair um 3,25 prósent.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,35 prósent og stendur vísitalan í 4.863 stigum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×