Erlent

Börn með nýrnasteina hrúgast inn á sjúkrahús í Kína

Óli Tynes skrifar
Barn með nýrnasteina fær umönnun á sjúkrahúsi í Kína.
Barn með nýrnasteina fær umönnun á sjúkrahúsi í Kína. MYND/AP

Yfir 1200 kínversk kornabörn hafa verið greind með nýrnasteina sem raktir eru til þurrmjólkur.

Tvö börn hafa þegar látist. Búist er við að þúsundir eigi eftir að greinast til viðbótar.

Hundruð foreldra söfnuðust í dag saman við höfuðstöðvar Sanlu þurrmjólkurframleiðandans í dag.

Sumir báru með sér poka af þurrmjólkurdufti sem þeir vildu fá endurgreidda auk bóta frá fyrirtækinu.

Líkur benda til þess að einhverjir birgja Sanlu hafi selt fyrirtækinu mjólk með eitruðu melamíni. Melamín er efni sem er ríkt af nitri.

Hægt er að nota það til þess að fela að mjólk hafi verið útþynnt.

Fjórir birgjar hafa þegar verið handteknir fyrir að selja Sanlu eitraða mjólk og 22 til viðbótar eru til yfirheyrslu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×