Geir Haarde undrast dóm Hæstaréttar Magnús Halldórsson skrifar 14. maí 2008 00:01 „Ég undrast þennan dóm,“ sagði Geir Haarde forsætisráðherra um dóm Hæstaréttar frá því á fimmtudag síðastliðinn, en þá var framkvæmd útboðs vegna sölu á hlut íslenska ríkisins í Íslenskum aðalverktökum (ÍAV) dæmd ólögmæt. Salan fór fram árið 2003. „Við töldum ferlið hafa verið eðlilegt,“ sagði Geir. Óljóst er hvaða áhrif dómurinn mun hafa en svo kann að vera að einhverjir aðrir bjóðendur í hlutinn eigi rétt á skaðabótum, þar sem hugsanlegt er að hæsta boði í hlutinn hafi ekki verið tekið í ljósi mats dómkvaddra matsmanna þess efnis. Samkvæmt þeirra mati áttu Jarðboranir hf. hæsta boð.Höfuðstöðvar ÍAV Sala á hlut íslenska ríkisins í Íslenskum aðalverktökum hefur verið dæmd ólögmæt í Hæstarétti.fréttablaðið/vilhelm„Þetta sýnir hvernig málið var vaxið á sínum tíma. Það var brotið gegn tveimur meginreglum í útboðum á vegum hins opinbera. Annars vegar að gætt sé jafnræðis bjóðenda og hins vegar að hæsta boði sé tekið,“ segir Sigurbjörn Þorbergsson lögmaður JB byggingarfélags (JBB) og Trésmiðju Snorra Hjaltasonar (TSH) í máli félaganna gegn íslenska ríkinu. JBB og THS höfðuðu mál á hendur íslenska ríkinu en þau buðu saman í 39,86 prósenta hlut ríkisins. Ásamt þeim buðu Jarðboranir, Joco, og Eignarhaldsfélagið AV ehf. (EAV) í hlutinn, en hið síðastnefnda fékk hlutinn á um tvo milljarða króna. Í febrúar í fyrra var málinu vísað frá, en þeim dómi var snúið við í Hæstarétti. Ekki var þó fallist á skaðabótakröfu. Í dómi Hæstaréttar kemur fram að stjórnendum Íslenskra aðalverktaka, sem buðu í hlut ríkisins undir merkjum EAV, hafi haft stöðu fruminnherja í skilningi þágildandi laga um verðbréfaviðskipti og þeir hafi ekki virt skyldur sem á þá voru lagðar vegna viðskipta með hluti í ÍAV. Ekki er þó tekið fram í dómnum að stjórnendur hafi búið yfir gögnum sem aðrir höfðu ekki. Í dómnum segir að ekki hafi verið tryggt jafnræði þeirra sem tóku þátt í útboðinu eða réttra samskiptareglna gætt. „Verður því að fallast á með áfrýjendum að framkvæmd útboðs stefnda á nefndum eignarhlut í Íslenskum aðalverktökum hafi verið ólögmæt,“ segir orðrétt í dómi Hæstaréttar. Baldur Guðlaugsson, núverandi formaður einkavæðingarnefnar (framkvæmdanefndar um einkavæðingu), segir óljóst hvaða áhrif dómurinn hafi. Baldur var ekki formaður nefndarinnar þegar salan fór fram. „Það er auðvitað ekki gott að fá þessa niðurstöðu dómstóla. Hæstiréttur staðfestir nú samt þá niðurstöðu að áfrýjendur í þessu tiltekna máli hafi ekki átt rétt á bótum. Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fleiri fréttir Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Sjá meira
„Ég undrast þennan dóm,“ sagði Geir Haarde forsætisráðherra um dóm Hæstaréttar frá því á fimmtudag síðastliðinn, en þá var framkvæmd útboðs vegna sölu á hlut íslenska ríkisins í Íslenskum aðalverktökum (ÍAV) dæmd ólögmæt. Salan fór fram árið 2003. „Við töldum ferlið hafa verið eðlilegt,“ sagði Geir. Óljóst er hvaða áhrif dómurinn mun hafa en svo kann að vera að einhverjir aðrir bjóðendur í hlutinn eigi rétt á skaðabótum, þar sem hugsanlegt er að hæsta boði í hlutinn hafi ekki verið tekið í ljósi mats dómkvaddra matsmanna þess efnis. Samkvæmt þeirra mati áttu Jarðboranir hf. hæsta boð.Höfuðstöðvar ÍAV Sala á hlut íslenska ríkisins í Íslenskum aðalverktökum hefur verið dæmd ólögmæt í Hæstarétti.fréttablaðið/vilhelm„Þetta sýnir hvernig málið var vaxið á sínum tíma. Það var brotið gegn tveimur meginreglum í útboðum á vegum hins opinbera. Annars vegar að gætt sé jafnræðis bjóðenda og hins vegar að hæsta boði sé tekið,“ segir Sigurbjörn Þorbergsson lögmaður JB byggingarfélags (JBB) og Trésmiðju Snorra Hjaltasonar (TSH) í máli félaganna gegn íslenska ríkinu. JBB og THS höfðuðu mál á hendur íslenska ríkinu en þau buðu saman í 39,86 prósenta hlut ríkisins. Ásamt þeim buðu Jarðboranir, Joco, og Eignarhaldsfélagið AV ehf. (EAV) í hlutinn, en hið síðastnefnda fékk hlutinn á um tvo milljarða króna. Í febrúar í fyrra var málinu vísað frá, en þeim dómi var snúið við í Hæstarétti. Ekki var þó fallist á skaðabótakröfu. Í dómi Hæstaréttar kemur fram að stjórnendum Íslenskra aðalverktaka, sem buðu í hlut ríkisins undir merkjum EAV, hafi haft stöðu fruminnherja í skilningi þágildandi laga um verðbréfaviðskipti og þeir hafi ekki virt skyldur sem á þá voru lagðar vegna viðskipta með hluti í ÍAV. Ekki er þó tekið fram í dómnum að stjórnendur hafi búið yfir gögnum sem aðrir höfðu ekki. Í dómnum segir að ekki hafi verið tryggt jafnræði þeirra sem tóku þátt í útboðinu eða réttra samskiptareglna gætt. „Verður því að fallast á með áfrýjendum að framkvæmd útboðs stefnda á nefndum eignarhlut í Íslenskum aðalverktökum hafi verið ólögmæt,“ segir orðrétt í dómi Hæstaréttar. Baldur Guðlaugsson, núverandi formaður einkavæðingarnefnar (framkvæmdanefndar um einkavæðingu), segir óljóst hvaða áhrif dómurinn hafi. Baldur var ekki formaður nefndarinnar þegar salan fór fram. „Það er auðvitað ekki gott að fá þessa niðurstöðu dómstóla. Hæstiréttur staðfestir nú samt þá niðurstöðu að áfrýjendur í þessu tiltekna máli hafi ekki átt rétt á bótum.
Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fleiri fréttir Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Sjá meira