Erlent

Saka Cheney um að espa til ófriðar í Georgíu

Óli Tynes skrifar
Dick Cheney og Mikheil Saakasvili, forseti Georgíu.
Dick Cheney og Mikheil Saakasvili, forseti Georgíu.

Rússar sökuðu í dag Dick Cheney, varaforseta Bandaríkjanna, um að espa Georgíu til átaka með því að styðja aðild landsins að NATO.

Georgíu til átaka með því að styðja aðild landsins að NATO.

Cheney sem heimsótti Georgíu í gær sagði við Mikheil Saakasvili forseta að Bandaríkin stæðu algerlega með Georgíu í því máli.

Talsmaður rússneska utanríkisráðuneytisins sagði að þessi nýju loforð varaforsetans væru vond.

Þau væru aðeins til þess fallin að styrkja Saakasvili stjórnina í þeirri trú að hún væri ósnertanleg og ýta undir hættuleg áform hennar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×